Fara í innihald

Chihuahua (fylki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Chihuahua á korti.
Foss í Kopargljúfri.

Chihuahua er fylki í norðvestur-Mexíkó. Það er stærsta fylki landsins eða 247.460 km2. Íbúar eru um 3,7 milljónir (2020). Höfuðborgin er Chihuahua-borg en stærsta borgin er Ciudad Juárez.

Sierra Madre Occidental-fjallgarðurinn er framhald af Klettafjöllum og fer í gegnum fylkið. Hæsti tindurinn er um 3.300 m. La Barranca del Cobre (Kopargljúfur) er gríðarstórt gljúfur með hæstu fossum landsins. Þrátt fyrir að fylkið sé kennt við Chihuahua-eyðimörkina er það mest skógi vaxna fylkið í landinu.

Orðið Chihuahua kemur líklega úr nahúatl-frumbyggjamáli.