Mercedes-Benz
Jump to navigation
Jump to search
Mercedes-Benz er þýskur bílaframleiðandi í eigu Daimler AG.. Fyrirtækið er elsti bílaframleiðandi heims þar sem rætur þess liggja í fyrsta bílnum sem Karl Benz bjó til árið 1886. Nokkrum mánuðum síðar bjuggu Gottlieb Daimler og Wilhelm Maybach til sinn fyrsta bíl. 1901 hófu þeir framleiðslu á Mercedes-bifreiðum. 1926 sameinuðust fyrirtæki Daimlers og Benz og Mercedes-Benz varð til. Síðari ár hefur fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu lúxusbifreiða, strætisvagna, áætlunarbifreiða og vörubíla.