Mercedes-Benz
Mercedes-Benz | |
![]() | |
Rekstrarform | Dótturfyrirtæki |
---|---|
Stofnað | Nóvember 2019 |
Staðsetning | Stuttgart, Þýskaland |
Lykilpersónur | Ola Källenius (stjórnarformaður og forstjóri) |
Starfsemi | Bílaframleiðandi |
Móðurfyrirtæki | Mercedes-Benz Group |
Starfsfólk | Smart Automobile (50%) |
Vefsíða | mercedes-benz.com |
Mercedes-Benz er þýskur bílaframleiðandi í eigu Daimler AG.. Fyrirtækið er elsti bílaframleiðandi heims þar sem rætur þess liggja í fyrsta bílnum sem Karl Benz bjó til árið 1886. Nokkrum mánuðum síðar bjuggu Gottlieb Daimler og Wilhelm Maybach til sinn fyrsta bíl. 1901 hófu þeir framleiðslu á Mercedes-bifreiðum. 1926 sameinuðust fyrirtæki Daimlers og Benz og Mercedes-Benz varð til. Síðari ár hefur fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu lúxusbifreiða, strætisvagna, áætlunarbifreiða og vörubíla.
Maður að nafni Emil Jelinek sá um sölu á bílum Gottlieb Daimlers í Frakklandi. Hann átti aftur dóttur sem hét Mercedes. Jelinek hafði keppt í kappakstri og var enn viðriðinn kappakstur. Jelinek snéri á sveif fremsta hönnuðinum sem vann fyrir Daimler, Wilhelm Maybach, til að setja fram línu af 6 kappakstursbílum, sem hann ætlaði að nota í kappakstri í Nice 1899. Þessi lína var fyrst kölluð Daimler Phoenix en Jelinek kallaði hana Mercedes eftir dóttur sinni. Bílarnir unnu allar keppnir og nafnið festist.