Framhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Auguste Comte

Framhyggja, framstefna eða pósitívismi (stundum kölluð vissuhyggja, raunhyggja eða raunspeki) er vísindaheimspeki- og þekkingarfræðileg kenning eða hugmyndafræði sem heldur því fram að raunvísindi séu best til þess fallin að tryggja mannkyni efnalegar og andlegar framfarir.[1] Þannig er innbyggð í kenninguna ákveðin bjartsýnistrú. Framhyggja hafnar yfirnátturulegum, trúarlegum og frumspekilegum skýringum sem hluta af vanþróuðum skýringarleiðum í leit mannsins að þekkingu. Samkvæmt framhyggju er öll þekking byggð á reynslu og þar með skynjun.[2] Þar með ætti að leita þekkingar með því að útskýra eða lýsa raungögnum en vísindakenningar eiga samkvæmt framhyggjunni að leitast við að hafa forspárgildi.

Helsti forvígismaður framhyggju er Auguste Comte. Framhyggja er að mörgu leyti byggð á vinnu raunhyggju mannanna Francis Bacon og Davids Hume.

Í byrjun 20. aldar kom fram rökfræðileg raunhyggja eða nýframhyggja. Sú stefna bygði á hugmyndum Comte um framhyggju eða að öll þekking væri fengin með reynslu. Enn fremur að þekkingu mætti öðlast án reynslu en einungis að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lögð var áhersla á að smætta allar hugmyndir niður í prófanlegar rökfræðilegar staðhæfingar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þorsteinn Gylfason (1970): 41.
  2. Jakob Guðmundur Rúnarsson. „Hvað er pósitífismi?“. Vísindavefurinn 4.1.2013. http://visindavefur.is/?id=61344. (Skoðað 31.8.2013).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Jakob Guðmundur Rúnarsson. „Hvað er pósitífismi?“. Vísindavefurinn 4.1.2013. http://visindavefur.is/?id=61344. (Skoðað 31.8.2013).
  • Þorsteinn Gylfason, Tilraun um manninn (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1970).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.