Guanajuato

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Guanajuato er fylki í mið-Mexíkó. Það er 30.608 km2 að flatarmáli og eru íbúar um 6,2 milljónir (2020). Guanajuato heitir höfuðborgin en stærsta borgin er León.

Guanajuato er á mexíkósku hásléttunni og er meðalhæð er 2.015 metrar yfir sjávarmáli. Einnig fer mexíkóska eldfjallabeltið um fylkið. Fylkið byggðist upp á námavinnslu eins og aðliggjandi fylki Zacatecas og San Luis Potosí.