Sint Maarten

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sint Maarten
Fáni Sint Maarten Skjaldarmerki Sint Maarten
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Semper progrediens
Þjóðsöngur:
'O Sweet Saint Martin's Land'
Staðsetning Sint Maarten
Höfuðborg Philipsburg
Opinbert tungumál hollenska, enska
Stjórnarfar Þingræði

Konungur
Landstjóri
Forsætisráðherra
Vilhjálmur Alexander
Eugene Holiday
Marcel Gumbs
Heimastjórn
(Konungsríkið Holland)
 - Upplausn Hollensku Antillaeyja 10. október 2010 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
*. sæti
34 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2010)
 - Þéttleiki byggðar
214. sæti
37.429
1100/km²
VLF (KMJ) áætl. 2003
 - Samtals 0,400 millj. dala (*. sæti)
 - Á mann 11.400 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill antillaeyjagyllini
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .sx
Landsnúmer +1 721

Sint Maarten er ríki sem nær yfir syðri hluta eyjunnar Saint Martin í Antillaeyjaklasanum en norðurhlutinn er franska nýlendan Saint-Martin. Ríkið er hluti af Konungsríkinu Hollandi. Fyrir 2010 var landið hluti af Hollensku Antillaeyjum.

Kristófer Kólumbus nefndi eyjuna eftir Marteini helga þar sem hann kom auga á hana á Marteinsmessu 11. nóvember. Hann tók þó ekki land á eyjunni. Hollendingar stofnuðu þar nýlendu árið 1631. Eyjunni var skipt milli Frakka og Hollendinga með Condordia-sáttmálanum árið 1648. Báðir hlutarnir voru undirlagðir plantekrubúskap með afrískum þrælum. Þrælahald var lagt niður um miðja 19. öld. Hollendingar gerðu sinn hluta að fríhöfn árið 1939 sem jók mjög ferðamennsku til eyjarinnar.

Íbúafjöldi Sint Maarten óx hratt á síðari hluta 20. aldar og íbúar eru nú um 30.000. Höfuðborgin er Philipsburg en stærsta borgin er Lower Prince's Quarter með um 8000 íbúa. Flugvöllurinn Princess Juliana International Airport er einn helsti flugvöllur Kulborðseyja.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.