Fara í innihald

Sint Maarten

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sint Maarten
Fáni Sint Maarten Skjaldarmerki Sint Maarten
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Semper progrediens
Þjóðsöngur:
O Sweet Saint Martin's Land
Staðsetning Sint Maarten
Höfuðborg Philipsburg
Opinbert tungumál hollenska, enska
Stjórnarfar Þingræði

Konungur Vilhjálmur Alexander
Landstjóri Eugene Holiday
Forsætisráðherra Silveria Jacobs
Heimastjórn (Konungsríkið Holland)
 • Upplausn Hollensku Antillaeyja 10. október 2010 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

34 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2019)
 • Þéttleiki byggðar
216. sæti
41.486
1.221/km²
VLF (KMJ) áætl. 2014
 • Samtals 0,3658 millj. dala
 • Á mann 8.817 dalir
Gjaldmiðill antillaeyjagyllini
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .sx
Landsnúmer ++1 721

Sint Maarten er ríki sem nær yfir syðri 40% eyjunnar Saint Martin í Antillaeyjaklasanum en norðurhlutinn er franska nýlendan Saint-Martin. Ríkið er hluti af Konungsríkinu Hollandi. Fyrir 2010 var svæðið hluti af Hollensku Antillaeyjum. Það er oft sagt vera hluti af Hollensku Vestur-Indíum ásamt öðrum hollenskum yfirráðasvæðum í Karíbahafi.

Kristófer Kólumbus nefndi eyjuna eftir Marteini helga þar sem hann kom auga á hana á Marteinsmessu 11. nóvember. Hann tók þó ekki land á eyjunni. Hollendingar stofnuðu þar nýlendu árið 1631. Eyjunni var skipt milli Frakka og Hollendinga með Condordia-sáttmálanum árið 1648. Báðir hlutarnir voru undirlagðir plantekrubúskap með afrískum þrælum. Þrælahald var lagt niður um miðja 19. öld. Hollendingar gerðu sinn hluta að fríhöfn árið 1939 sem jók mjög ferðamennsku til eyjarinnar.

Íbúafjöldi Sint Maarten óx hratt á síðari hluta 20. aldar og íbúar eru nú um 30.000. Höfuðborgin er Philipsburg en stærsta borgin er Lower Prince's Quarter með um 8000 íbúa. Flugvöllurinn Princess Juliana International Airport er einn helsti flugvöllur Kulborðseyja. Sint Maarten er ekki hluti af Evrópusambandinu.

Kristófer Kólumbus nefndi eyjunna til heiðurs heilögum Marteini frá Tours af því hann sá hana fyrst á messudegi hans, 11. nóvember 1493.[1]

Sint Maarten þýðir einfaldlega „heilagur Marteinn“ á hollensku.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Kort af Sint Maarten.

Sint Maarten nær yfir suðurhluta eyjarinnar Saint Martin sem er ein Hléborðseyja í Antillaeyjaklasanum. Norðurhlutinn er franska héraðið Saint Martin. Norðan við Angvillasund er breska handanhafssvæðið Angvilla, suðaustan við eyjuna er franska eyjan Saint Barthélemy og enn sunnar eru hollensku eyjarnar Saba og Saint Eustatius.

Sint Maarten er 41,44 km2 að stærð.[2] Landslag er hæðótt og hæsti tindurinn er Flagstaff-fjall, 383 metrar á hæð.[2] Vestan við flugvöllinn er meira flatlendi og þar er hollenski hluti Simpsonflóalóns. Stóri saltpollurinn er norðan við Philipsburg. Nokkrar minni eyjar liggja utan við ströndina. Little Key er í Simpsonflóalóni.

Eyjarnar sem tilheyra Sint Maarten eru alls tíu talsins:[3]

Efnahagslíf

[breyta | breyta frumkóða]

Sint Maarten notast við antillaeyjagyllini sem gjaldmiðil, ásamt Curaçao. Efnahagslíf landsins byggist á ferðaþjónustu, bæði frá almennu ferðafólki og dagsferðalöngum af skemmtiferðaskipum sem stoppa í höfn Philipsburg. Um 80% vinnuaflsins starfa í ferðaþjónustu. Landbúnaður er stundaður á svæðinu en megnið af matvöru er innflutt.

Árið 2014 voru flestir spilakassar miðað við höfðatölu á Sint Maarten.

Fellibylurinn Irma sem gekk á land 2017, hafði mikil áhrif á efnahagslíf eyjunnar. Í skýrslu frá 2019 kemur fram að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 4,7% og verðbólga aukist. Efnahagsáfallið stafaði af minni ferðamennsku, lækkun fasteignaverðs, og samdrætti í viðskiptum.

Princess Juliana International Airport er flugvöllur Sint Maarten. Þaðan er flogið til áfangastaða í Karíbahafi, Norður-Ameríku, Hollands og Frakklands. Flugvöllurinn er þekktur fyrir lágflugslendingar yfir vinsæla baðströnd. Flugvöllurinn er bækistöðvar flugfélagsins Windward Islands Airways (Winair).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „CIA World Factbook – Saint Martin“. Sótt 24. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 „CIA World Factbook – Sint Maarten“. Sótt 24. júlí 2019.
  3. „Islands of Sint Maarten“. GeoNames. Sótt 1. október 2021.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.