Frida Kahlo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Frida ásamt Diego á ljósmynd eftir Carl Van Vechten frá 1932.

Frida Kahlo (6. júlí 190713. júlí 1954) var mexíkósk listakona sem þróaði sérstakan stíl þar sem hún blandaði saman táknsæi, raunsæi og súrrealisma. Hún giftist ung mexíkóska kúbistanum Diego Riviera. Meðal þekktustu mynda hennar eru sjálfsmyndir málaðar á ýmsum tímum sem meðal annars sýna áberandi andlitshár (samvaxnar augabrúnir og skegghýjung) sem einkenndu hana og hún ýkti upp í myndunum.

Faðir hennar var þjóðverji sem kom til til Mexíkó árið 1891 en móðir hennar var af spænskum ættum og indjánaættum. Faðir Fridu var ljósmyndari í Mexíkó og starfaði fyrir einræðisherrann Porfirio Díaz og var fjölskyldan vel stæð þangað til byltingin var gerð árið 1910 og faðir missti vinnuna. Frida fékk lömunarveiki sex ára gömul og varð að vera rúmliggjandi í sex mánuði. Við þau veikindi rýrnaði hægri fótur hennar. Frida fór í menntaskóla í Mexíkóborg og þegar hún var 18 ára var hún að undibúa læknanám en lenti þá í hræðilegu slysi í strætisvagni. Margir létust í því slysi en Frida hryggbrotnaði á þremur stöðum og gekk málmstöng gegnum kviðarhol hennar og út um sköpin. Slysið og afleiðingar þess mótuðu Fridu sem listamann.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.