Skjaldarmerki Mexíkó
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/2/2a/Coat_of_arms_of_Mexico.svg/200px-Coat_of_arms_of_Mexico.svg.png)
Skjaldarmerki Mexíkó er prýtt mexíkóskum gullerni sem situr á kaktusi og rífur í sig snák.
Sagan segir að Astekar hafi reist borg sína þar sem örn sat á kaktusi með slöngu í goggi, en það var talið merki frá guði þeirra. Borg þeirra var þar sem nú er Mexíkóborg. Núverandi skjaldarmerki var tekið í notkun árið 1968 en örninn hefur verið í eldri útgáfum þess um lengri tíma.