Reykjavíkurkjördæmi suður
Þingmenn
|
|
---|---|
Mannfjöldi | 136.894 (Í Reykjavík allri, 2024) |
Sveitarfélög | 1 (að hluta) |
Kjósendur
|
|
Kjörsókn | 79,3% (2024) |
Núverandi þingmenn | |
Reykjavíkurkjördæmi suður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með því að skipta upp Reykjavíkurkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.
Í stjórnarskrá Íslands er mælt fyrir um að mörk kjördæma eigi að skilgreina í lögum en að heimilt sé að fela Landskjörstjórn afmörkun á kjördæmamörkum í Reykjavík og nágrenni. Í kosningalögunum er mælt fyrir um að skipta skuli Reykjavíkurborg frá austri til vesturs í norðurkjördæmi og suðurkjördæmi. Landskjörstjórn afmarkar kjördæmin og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Mörk kjördæmanna liggja í grófum dráttum meðfram Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi og svo um Grafarholtshverfi þar sem skiptingin hefur færst lítillega til við hverjar kosningar eftir því hvernig íbúaþróun er í hverfum borgarinnar. Grafarholt var þannig allt í norðurkjördæminu við kosningarnar 2003 en við kosningarnar 2021 var hverfið að mestu komið yfir í suðurkjördæmið.
Þrátt fyrir skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi hafa flestir stjórnmálaflokkar áfram skipulagt starf sitt í Reykjavík sem einni heild. Þeir flokkar sem halda prófkjör hafa t.d. iðulega haldið sameiginlegt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin þar sem sigurvegari prófkjörsins tekur fyrsta sætið á lista í öðru kjördæminu og sá sem lendir í öðru sæti tekur fyrsta sætið í hinu kjördæminu.
Í þeim sjö kosningum sem haldnar hafa verið frá því að núgildandi kjördæmaskipan var tekin upp hefur Sjálfstæðisflokkurinn sex sinnum átt fyrsta þingmann kjördæmisins en Samfylkingin einu sinni.
Kosningatölfræði
[breyta | breyta frumkóða]Kosningar | Kjósendur á kjörskrá |
Breyting | Greidd atkvæði |
Kjörsókn | Utankjörfundar- atkvæði |
Þingsæti | Kjósendur á hvert þingsæti |
Vægi[1] | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fjöldi | Hlutfall greiddra | ||||||||
2003 | 42.761 | á ekki við | 37.327 | 87,3% | 3.812 | 10,2% | 11 | 3.887 | 86% |
2007 | 43.391 | 630 | 35.846 | 81,4% | 4.609 | 12,9% | 11 | 3.945 | 89% |
2009 | 43.747 | 356 | 36.926 | 84,4% | 4.607 | 12,5% | 11 | 3.977 | 91% |
2013 | 45.187 | 1.430 | 36.228 | 80,2% | 5.877 | 16,2% | 11 | 4.108 | 92% |
2016 | 45.770 | 583 | 35.787 | 78,2% | 5.537 | 15,5% | 11 | 4.161 | 94% |
2017 | 45.584 | 186 | 36.598 | 80,3% | 6.065 | 16,6% | 11 | 4.144 | 95% |
2021 | 45.725 | 141 | 36.201 | 79,2% | 8.683 | 24,0% | 11 | 4.157 | 98% |
2024 | 47.503 | 1.778 | 37.665 | 79,3% | - | - | 11 | 4.318 | 99% |
[1] Vægi atkvæða í þessu kjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu. | |||||||||
Heimild: Hagstofa Íslands |