Orri Páll Jóhannsson
Útlit
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fæddur | 19. maí 1978 Reykjavík | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||
Maki | Jóhannes Elmar Jóhannesson Lange | ||||||
Menntun | Búfræði, vistfræði | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Orri Páll Jóhannsson (fæddur 19. maí 1978) er alþingismaður sem situr á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum 2021 en hafði áður nokkrum sinnum tekið sæti á þingi sem varamaður frá 2017.
Orri er búfræðingur frá Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og með BS-próf í vistfræði og umhverfisvernd frá Landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi. Hann hefur starfað hjá Landvernd, Vatnajökulsþjóðgarði og sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar þegar hann gegndi embætti umhverfis- og auðlindaráðherra.