Höfuðborgarsvæðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Hnit: 64°06′N 21°53′V / 64.100°N 21.883°V / 64.100; -21.883

Höfuðborgarsvæðið og sveitarfélögin sem mynda það.

Höfuðborgarsvæðið er sá hluti Íslands sem samanstendur af Reykjavíkurborg og næsta nágrenni hennar. Algengasta afmörkun svæðisins er sú að það nái yfir Reykjavík og 7 nágrannasveitarfélög hennar. Svæðið nær frá botni Hvalfjarðar í norðri og suður fyrir Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar, jarðfræðilega er það hluti Reykjanesskaga. Svæðið er afar þéttbýlt á íslenskan mælikvarða og óx mjög hratt á síðari hluta 20. aldar, nú búa þar yfir 60% Íslendinga.

Sveitarfélögin á svæðinu eiga með sér víðtækt samstarf á ýmsum sviðum. Til dæmis í sorpmálum og almenningssamgöngum auk þess að þau reka sameiginlegt slökkvilið. Árið 2007 var svo stofnað sameiginlegt lögregluembætti fyrir allt svæðið.

Svæðinu er skipt niður í þrjú kjördæmi vegna alþingiskosninga: Reykjavík skiptist í norður og suðurkjördæmi en hin sveitarfélögin á svæðinu tilheyra Suðvesturkjördæmi (kraganum).

Hvað dómsvald í héraði snertir þá tilheyra Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur umdæmi Héraðsdómi Reykjavíkur en Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur umdæmi Héraðsdóms Reykjaness.

Þróun mannfjölda á höfuðborgarsvæðinu.
Ár Mannfjöldi Hlutfall af
heildarfjölda
1920 21.441 22,70%
1930 33.854 31,16%
1940 43.841 36,06%
1950 65.080 45,10%
1960 89.493 49,93%
1970 109.238 53,40%
1980 121.698 52,65%
1990 145.980 56,65%
2000 175.000 61,44%
2010 200.907 63,25%

Sveitarfélög[breyta | breyta frumkóða]

Sveitarfélög Mannfjöldi[1] Flatarmál (km2)[2] Þéttleiki (Íbúar/km2)
Reykjavík 117.764 277,1 425
Kópavogur 31.729 83,7 379
Hafnarfjörður 26.808 143,3 187
Garðabær 13.872 74,4 186
Mosfellsbær 8.978 193,7 46
Seltjarnarnes 4.322 2,3 1.879
Kjósarhreppur 210 287,7 0,7
Samtals 203.678 1.062,2 192
  1. Hagstofa Íslands. Mannfjöldi eftir sveitarfélögum. Sótt 17. Mars 2012
  2. Landmælingar Íslands. Sveitarfélagaskjárinn. Sótt 6. Júní 2010