Fara í innihald

Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2016 2020  Suðvestur  Vinstri græn
2020 2020  Suðvestur  utan flokka
2020 2021  Suðvestur  Samfylking
Persónulegar upplýsingar
Fædd9. febrúar 1975 (1975-02-09) (49 ára)
Hafnarfjörður
StjórnmálaflokkurVinstrihreyfingin - grænt framboð (2013-2020)

Samfylkingin (2020-2024)

Vinstrihreyfingin - grænt framboð (2024-)
MakiKristján Guy Burgess
Börn3
Æviágrip á vef Alþingis

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (f. 9. febrúar 1975) er íslensk fjölmiðlakona og stjórnmálakona. Hún er fyrrum þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar. Rósa hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 1999 og sem fjölmiðlafulltrúi fjármálaráðuneytisins á árunum 2010 til 2015. Rósa skipaði 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningum 2013 og var varaþingmaður á því kjörtímabili frá 2013. Haustið 2016 varð hún oddviti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi og var kosin á þing í Alþingiskosningunum 2016.

Rósa er með BA-gráðu í frönsku og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og Université de Stendhal í Frakklandi.

Rósa æfði knattspyrnu með Breiðabliki og var í U17 landsliði kvenna 1990-1991.

Hún á þrjú börn og er í sambúð með Kristjáni Guy Burgess, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra árin 2009-2013.

Rósa Björk sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna þann 17. september árið 2020 vegna óánægju með stefnu stjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum flóttamanna og hælisleitenda.[1] Í desember sama ár gekk hún til liðs við Samfylkinguna.[2] Hún náði ekki á þing fyrir flokkinn í alþingiskosningunum 2021 og gengi því varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna frá 2021 til 2023.

Fyrir alþingiskosningarnar 2024 gekk hún aftur til liðs við Vinstri græna og fór á lista þeirra.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Alexander Kristjánsson (17. september 2020). „Dapurlegt að VG hafi ekki náð meiru fram“. Sótt 18. september 2020.
  2. Rósa Björk gengin til liðs við Samfylkinguna Rúv, skoðað 16. des. 2020