Jón Steindór Valdimarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Steindór Valdimarsson (f. 27. júní 1958) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi alþingismaður Viðreisnar. Áður en Jón Steindór tók sæti á þingi starfaði hann meðal annars sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Jón Steindór fæddist á Akureyri og foreldrar hans eru Valdimar Pálsson (1931-1983) bólstrari og Sigurveig Jónsdóttir (1931-2008) leikkona.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1978, embættisprófi í lögfræði Háskóla Íslands árið 1985 og MPM námi frá tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík árið 2013.

Hann var lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu árið 1985, staðgengill framkvæmdastjóra Vinnumálasambands samvinnufélaganna 1985-1988, aðstoðarframkvæmdastjóri og síðar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá 1988-2010. Hann var framkvæmdastjóri Evris Foundation ses. frá 2014-2015, framkvæmdastjóri Nordberg Innovation frá 2015-2016 og framkvæmdastjóri TravAble ehf. árið 2016.

Hann var kjörinn á Alþingi árið 2016 fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Jón Steindór var formaður samtakanna Já Ísland! frá 2009 - 2016 en samtökin berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.[1]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alþingi, Æviágrip - Jón Steindór Valdimarsson (skoðað 9. ágúst 2019)