Jón Steindór Valdimarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jón Steindór Valdimarsson (f. 27. júní 1958) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi alþingismaður Viðreisnar. Áður en Jón Steindór tók sæti á þingi starfaði hann meðal annars sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Jón Steindór fæddist á Akureyri og foreldrar hans eru Valdimar Pálsson (1931-1983) bólstrari og Sigurveig Jónsdóttir (1931-2008) leikkona.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1978, embættisprófi í lögfræði Háskóla Íslands árið 1985 og MPM námi frá tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík árið 2013.

Hann var lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu árið 1985, staðgengill framkvæmdastjóra Vinnumálasambands samvinnufélaganna 1985-1988, aðstoðarframkvæmdastjóri og síðar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá 1988-2010. Hann var framkvæmdastjóri Evris Foundation ses. frá 2014-2015, framkvæmdastjóri Nordberg Innovation frá 2015-2016 og framkvæmdastjóri TravAble ehf. árið 2016.

Hann var kjörinn á Alþingi árið 2016 fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Jón Steindór var formaður samtakanna Já Ísland! frá 2009 - 2016 en samtökin berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.[1]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alþingi, Æviágrip - Jón Steindór Valdimarsson (skoðað 9. ágúst 2019)