Fjallabyggð
Útlit
Fjallabyggð | |
---|---|
Ólafsfjarðarkirkja | |
![]() Staðsetning Fjallabyggðar | |
Hnit: 66°09′07″N 18°54′32″V / 66.152°N 18.909°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Norðausturkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | |
Stjórnarfar | |
• Bæjarstjóri | Elías Pétursson |
Flatarmál | |
• Samtals | 364 km2 |
• Sæti | 39. sæti |
Mannfjöldi (2025) | |
• Samtals | 1.966 |
• Sæti | 23. sæti |
• Þéttleiki | 5,4/km2 |
Póstnúmer | 580, 625 |
Sveitarfélagsnúmer | 6250 |
Vefsíða | fjallabyggd |
Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga á Íslandi. Sveitarfélagið varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar, að afstöðnum sveitarstjórnarkosningum 2006.
Forsenda fyrir sameiningu bæjanna var að ráðist yrði í gerð Héðinsfjarðarganga sem eru nú orðin að veruleika. Héðinsfjarðargöng og vegspottarnir sem tengjast göngunum eru um 17 kílómetrar. Stysta leiðin á milli þessa tveggja bæja áður en göngin komu voru 62 km löng um Lágheiði, fært um sumartímann og 234 km yfir Öxnadalsheiði þegar Lágheiði er ófær.
Bæjarstjórar Fjallabyggðar
[breyta | breyta frumkóða]- 2006-2010 Þórir Kristinn Þórisson
- 2010-2015 Sigurður Valur Ásbjarnarson
- 2015-2019 Gunnar Ingi Birgisson
- 2020- Elías Pétursson
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Fréttablaðið 21. júlí 2006“.
- „Morgunblaðið 24. júní 2010“.
- „Víkurfréttir, 26. tölublað, 31. árgangur, 2010“.
- „Fréttablaðið, 12. janúar 2015“.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fjallabyggð.