Hörgársveit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hörgársveit
Sveitarfélag
Þjóðvegur 1, Öxnadalsheiði

Staðsetning Hörgársveitar
Hnit: 65°27′26″N 18°49′40″V / 65.457247°N 18.8277973°V / 65.457247; -18.8277973
KjördæmiNorðausturkjördæmi
Flatarmál
– Samtals
27. sæti
894 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
40. sæti
780 (2023)
0,87/km²
SveitarstjóriSnorri Finnlaugsson
ÞéttbýliskjarnarLónsbakki
Hjalteyri
Sveitarfélagsnúmer6515
Póstnúmer601
horgarsveit.is

Hörgársveit er sveitarfélag við Eyjafjörð. Það var stofnað 12. júní 2010 með sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. Hörgárbyggð var áður stofnuð 1. janúar 2001 með sameiningu Skriðuhrepps, Öxnadalshrepps og Glæsibæjarhrepps. Sveitarfélagið nær yfir Galmaströnd, Hörgárdal, Öxnadal og Kræklingahlíð.

Sameinað sveitarfélag Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar[breyta | breyta frumkóða]

Þann 20. mars 2010 var sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar samþykkt í kosningum. Á kjörskrá í Arnarneshreppi voru 126, þar af kusu 100. Á kjörskrá í Hörgárbyggð voru 309, þar af kusu 162. Í Arnarneshreppi greiddu 57 atkvæði með sameiningunni og 40 greiddu atkvæði gegn henni. Í Hörgárbyggð greiddu 149 (92%) atkvæði með sameiningunni og 12 (7%) greiddu atkvæði gegn henni. Sameining sveitarfélaganna var því samþykkt og gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi 12. júní 2010. Samhliða sveitarstjórnarkosningum 29. maí 2010 þar sem kosið var sameiginlega í Arnarneshrepp og Hörgárbyggð, fór fram skoðanakönnun um nafn á sveitarfélaginu. Nafnið Hörgárbyggð fékk flest atkvæði í sameinuðu sveitarfélagi. Þrátt fyrir það var ákveðið á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags að það skyldi kallast Hörgársveit en sá möguleiki fékk næst flest atkvæði í kosningunum.

Lýsing á Hörgársveit[breyta | breyta frumkóða]

Þéttbýliskjarni hefur myndast nálægt bæjarmörkum Akureyrar. Hann heitir Lónsbakki. Með sameiningunni við Arnarneshrepp 2010 bættist við þéttbýlið við Hjalteyri en þar standa miklar byggingar sem áður hýstu stærstu síldarverksmiðju í Evrópu. Hinn forni verslunarstaður Gásir er í sveitarfélaginu nálægt Hörgárósum. Á Laugalandi á Þelamörk er grunnskóli sveitarfélagsins og sundlaug.

Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Á Hrauni er nú fræðimannsíbúð og minningarstofa um Jónas.

Sveitarstjórn[breyta | breyta frumkóða]

Í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí 2010 var kosið til sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Tveir listar voru í framboði: J-listi Samstöðulistinn sem hlaut 170 atkvæði og 2 menn kjörna og L-listi Lýðræðislistans sem hlaut 171 atkvæði og 3 menn kjörna. Auðir seðlar og ógildir voru alls 11 að tölu. Á kjörskrá voru 440 manns, alls kusu 352. Kosningaþátttaka var því 80,0%.

Í sveitarstjórn Hörgársveitar til maí 2018 eru eftirtalin:

  • Jón Þór Benediktsson
  • Helgi Bjarni Steinsson
  • Jóhanna María Oddsdóttir
  • Axel Grettisson
  • Ásrún Árnadóttir

Guðmundur Sigvaldason er sveitarstjóri í Hörgársveit.

Kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag[breyta | breyta frumkóða]

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar lýsti sveitarfélagið kjarnorkuvopnalaust svæði á fundi þann 18. september 2002. Við það tilefni krafðist hreppsnefndin útrýmingar allra kjarnorkuvopna í heiminum. Sveitarfélagið er í hópi margra annarra sveitarfélaga sem gefið hafa út sams konar yfirlýsingu. Markmiðið er að landið allt verði friðlýst á þennan hátt fyrir gereyðingarvopnum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]