Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (f. 17. febrúar 1980) er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi. Hún var kjörin á þing árið 2017. Albertína fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MH árið 2000, B.Sc prófi félagsfræði árið 2005 og M.Sc. prófi í landafræði frá Háskóla Íslands. Albertína hefur starfað hjá Ísafjarðarbæ og Atvinnuþróunarfélagi Vestfirðinga og verið formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði og verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ. Albertína var bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ 2010–2014 og var forseti bæjarstjórnar 2011 og 2013.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]