Fara í innihald

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2017 2021  Norðaustur  Samfylking
Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
frá til    flokkur
2010 2014  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd17. febrúar 1980 (1980-02-17) (44 ára)
Ísafjörður
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
Æviágrip á vef Alþingis

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (f. 17. febrúar 1980) er fyrrum alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi. Hún var kjörin á þing árið 2017. Albertína fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MH árið 2000, B.Sc prófi félagsfræði árið 2005 og M.Sc. prófi í landafræði frá Háskóla Íslands. Albertína hefur starfað hjá Ísafjarðarbæ og Atvinnuþróunarfélagi Vestfirðinga og verið formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði og verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ. Albertína var bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ 2010–2014 og var forseti bæjarstjórnar 2011 og 2013.