Tjörneshreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tjörneshreppur
Sveitarfélag

Staðsetning
Flatarmál
– Samtals
46. sæti
199 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
63. sæti
60 (2023)
0,3/km²
OddvitiAðalsteinn J. Halldórsson
ÞéttbýliskjarnarEngir
Sveitarfélagsnúmer6611
Póstnúmer641
www.tjorneshreppur.is
Tjörnes

Tjörneshreppur er hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu. Nær hann yfir norður- og vesturströnd Tjörness að Héðinsvík norðan Húsavíkur og einnig yfir megnið af fjalllendinu sem á skaganum er.

Tjörneshreppur í núverandi mynd var stofnaður árið 1912 þegar Húsavíkurhreppi var skipt í tvo hluta. Hreppinn mynduðu sveitirnar norðan og sunnan Húsavíkur, Tjörnes og Reykjahverfi en Húsavíkurkauptúnið ásamt næsta nágrenni þess hét áfram Húsavíkurhreppur og lá hann eins og fleygur í gegnum miðjan Tjörneshrepp eins og hann var þá. Svo fór að hreppnum var aftur skipt í tvennt 1. janúar 1933 og varð þá syðri hlutinn, Reykjahverfi, að Reykjahreppi. Frá því á 11. öld var svæðið frá jörðinni Máná nyrst á Tjörnesi, byggðin með strönd nessins að vestan allt að botni Skjálfandaflóa og Reykjahverfi til og með gömlu jörðinni Reykjum þar í hverfinu, eitt sveitarfélag sem þá nefndist Tjörneshreppur, stundum á síðari árum nefndur Tjörneshreppur hinn forni. Á 18. eða 19. öld breyttist nafnið í Húsavíkurhrepp en þar var þingstaður hreppsins og 1912 þegar þéttbýlið í Húsavík varð sérstakt sveitarfélag hélt það eðlilega því nafni.

Flestir íbúar lifa af landbúnaði eða sækja vinnu á Húsavík. Aðalskipulag er í gildi og er hægt að nálgast það á heimasíðu sveitarfélagsins.

Íbúar Tjörneshrepps felldu tillögu um sameiningu sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu í atkvæðagreiðslu sem fór fram 8. október 2005. Alls voru 54,1% á móti sameiningu og 45,9% fylgjandi. Á kjörskrá voru 53.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.