Þingeyjarsveit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þingeyjarsveit
Sveitarfélag
Þingeyjarsveit Loc.svg
Staðsetning
KjördæmiNorðausturkjördæmi
Flatarmál
– Samtals
1. sæti
12.021 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
29. sæti
1.393 (2023)
0,12/km²
ÞéttbýliskjarnarLaugar (íb. 109)
Reykjahlíð (íb. 227)
Sveitarfélagsnúmer6613
Póstnúmer601, 641, 645, 650, 660
www.thingeyjarsveit.is
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Þingeyjarsveit er sveitarfélag á Norðurlandi eystra, kennt við Þingey í Skjálfandafljóti.

Sveitarfélagið varð til 9. júní 2002 við sameiningu fjögurra hreppa: Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps. Í kjölfar atkvæðagreiðslu 26. apríl 2008 sameinaðist Þingeyjarsveit svo Aðaldælahreppi. Í atkvæðagreiðslu 5. júní 2021 samþykktu íbúar sveitarfélagsins sameiningu við Skútustaðahrepp með 65,2% greiddra atkvæða.[1] Sveitarfélögin sameinuðust undir nafni Þingeyjarsveitar í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 2022.

Þingeyjarsveit er stærsta sveitarfélag Íslands að flatarmáli og þekur um 12% landsins en byggð í sveitarfélaginu takmarkast við Fnjóskadal, Ljósavatnsskarð, Köldukinn, Bárðardal, Laxárdal, Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssveit. Þéttbýliskjarnar eru á Laugum og Reykjahlíð. Megnið af landi sveitarfélagsins er í óbyggðum og nær það alveg inn á Vatnajökul. Þrjú stór vatnsföll renna um Þingeyjarsveit, Laxá í Laxárdal, Fnjóská í Fnjóskadal, Skjálfandafljót í Bárðardal. Í því síðarnefnda er Goðafoss nálægt Fosshóli við Þjóðveg 1. Að auki markar Jökulsá á Fjöllum mörk sveitarfélagsins í austri og þar er Dettifoss. Mývatn og umhverfi þess er mikið aðdráttarafl ferðamanna. Í Fnjóskadal er Vaglaskógur, vinsælt útivistarsvæði.

Á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði, á Hafralæk í Aðaldal,og í Reykjahlíð eru reknir grunnskólar og á Laugum er einnig framhaldsskóli. á Laugum í Reykjadal var rekin grunnskóli.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinast“ - Vikublaðið, 7. júní 2021.