Þingeyjarsveit
Þingeyjarsveit | |
![]() | |
Kjördæmi | Norðausturkjördæmi
|
Flatarmál – Samtals |
5. sæti 6.004,7 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki |
37. sæti 862 (2020) 0,14/km² |
Sveitarstjóri | Dagbjört Jónsdóttir
|
Þéttbýliskjarnar | Laugar (íb. 130) |
Sveitarfélagsnúmer | 6612 |
Póstnúmer | 601, 641, 645, 650 |
Vefsíða sveitarfélagsins |
Þingeyjarsveit er sveitarfélag á Norðurlandi eystra, kennt við Þingey í Skjálfandafljóti.
Sveitarfélagið varð til 9. júní 2002 við sameiningu fjögurra hreppa: Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps. Í kjölfar atkvæðagreiðslu 26. apríl 2008 sameinaðist Þingeyjarsveit svo Aðaldælahreppi.
Þingeyjarsveit er víðfeðm en byggð takmarkast við Fnjóskadal, Ljósavatnsskarð, Köldukinn, Bárðardal, Laxárdal, Aðaldal og Reykjadal en á síðastnefnda staðnum er þorpið Laugar. Megnið af landi sveitarfélagsins er í óbyggðum og nær það alveg inn á Vatnajökul. þrjú stór vatnsföll renna um Þingeyjarsveit, Laxá í Laxárdal, Fnjóská í Fnjóskadal og Skjálfandafljót í Bárðardal. Í því síðarnefnda er Goðafoss nálægt Fosshóli við Þjóðveg 1. Í Fnjóskadal er Vaglaskógur, vinsælt útivistarsvæði.
Á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði, á Hafralæk í Aðaldal og á Laugum í Reykjadal eru reknir grunnskólar og á Laugum er einnig framhaldsskóli.