Svalbarðsstrandarhreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svalbarðsstrandarhreppur
Sveitarfélag

Staðsetning
KjördæmiNorðausturkjördæmi
Flatarmál
– Samtals
58. sæti
54 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
49. sæti
485 (2023)
8,98/km²
SveitarstjóriBjörg Erlingsdóttir
ÞéttbýliskjarnarSvalbarðseyri (íb. 250)
Sveitarfélagsnúmer6601
Póstnúmer601

Svalbarðsstrandarhreppur er sveitarfélag í austanverðum Eyjafirði og er nefnt eftir Svalbarðsströnd þar sem það liggur. Norðurmörk hreppsins sem og Svalbarðsstrandar eru við Víkurskarð. Þéttbýli er á Svalbarðseyri og þaðan var stunduð útgerð. Svalbarðsstrandarhreppur er vestasta sveitarfélag í Suður-Þingeyjarsýslu þó margir telji hreppinn ranglega tilheyra Eyjafjarðarsýslu.

Svalbarðsstrandarhreppur hefur lítið undirlendi og tilheyrir hluti Vaðlaheiðar honum. Var áður kallaður Eyjafjarðarströnd.