Fara í innihald

Hornafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrir sveitarfélagið, sjá Sveitarfélagið Hornafjörður

Hornafjörður er fjörður á Suðausturlandi. Í hann rennur Hornafjarðarfljót og skilur það að sveitirnar Mýrar og Nes. Austan fjarðarins er bærinn Höfn í Hornafirði. Árið 1897 hófst búseta á Höfn þegar Ottó Tulinius kaupmaður og Valgerður Friðriksdóttir eiginkona hans fluttust þangað búferlum. Höfn varð þá verslunarstaður og einnig eini þéttbýlisstaður Austur-Skaftafellssýslu.

Árið 1998 gengu öll sveitarfélög Austur-Skaftafellssýslu í eina sæng. Þótt hið nýja sveitarfélag kenni sig við Hornafjörð er það í raun mun víðfeðmara, nær að auki yfir Suðursveit, Öræfi og Lón. Í Suðursveit er að finna Jökulsárlón á Breiðamerkursandi sem að er ein þekktasta náttúruperla Íslands og dregur það árlega að fjölda ferðamanna til sýslunnar ásamt Þjóðgarðinum í Skaftafelli, Lónsöræfum, Ingólfshöfða og fjölda annarra náttúruperla í sýslunni. Fjölgun ferðamanna hefur stóraukið ferðaþjónustu í sýslunni og skapað mikla vinnu yfir sumartímann sem skólafólk hefur verið duglegt að nýta sér.

Einnig er starfrækt í Suðursveit menningasetur tileinkað Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi sem að var fæddur og uppalinn á Hala í Suðursveit og er þar hægt að fræðast um líf og skrif skáldsins.


  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.