Norður-Kýpur
Kuzey Kıbrıs Türk Cumhuriyeti | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: ekkert | |
Þjóðsöngur: İstiklal Marşı | |
![]() | |
Höfuðborg | Norður-Nikósía |
Opinbert tungumál | tyrkneska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti Forsætisráðherra |
Mustafa Akıncı Hüseyin Özgürgün |
Sjálfstæði frá Kýpur | |
- yfirlýst | 15. nóvember 1983 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
174. sæti 3.355 km² 2,7 |
Mannfjöldi - Samtals (2014) - Þéttleiki byggðar |
182. sæti 300.000 86/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2008 |
- Samtals | 3,9 millj. dala (*. sæti) |
- Á mann | 16.158 dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | tyrknesk líra (TRY) |
Tímabelti | UTC+2/3 |
Þjóðarlén | .nc.tr |
Landsnúmer | +90 392 |
Hnit: 35°10′00″N 33°30′00″A / 35.16667°N 33.50000°A
Norður-Kýpur (tyrkneska: Kuzey Kıbrıs eða Kuzey Kıbrıs Türk Cumhuriyeti), formlega Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur, er de facto ríki á norðausturhluta eyjunnar Kýpur í Miðjarðarhafi. Stofnun þess var lýst yfir 1983, níu árum eftir valdarán gríska hersins á eyjunni og innrás Tyrkja í norðurhluta hennar. Lýðveldið nýtur einungis viðurkenningar Tyrklands á alþjóðavettvangi en öll önnur ríki sem og Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna einungis Lýðveldið Kýpur á suðurhlutanum og líta svo á að það ráði (lögformlega) yfir allri eyjunni. Formlega séð er eyjan öll hluti Evrópusambandsins en norðurhlutinn er undanþeginn lögum sambandsins þangað til sátt næst í deilunni.
Norður-Kýpur nær frá Karpassskaga í austri að Morfouflóa og Kormakitishöfða. Vestasti hluti þess er útlendan Kokkina. Varnarbelti undir stjórn Sameinuðu þjóðanna skilur Norður-Kýpur frá Kýpur og klýfur borgina Nikósíu (sem er höfuðborg beggja hluta) í tvennt.
Innrás Tyrkja á Kýpur var gerð í kjölfar valdaráns kýpverska þjóðvarðarins með stuðningi grísku herforingjastjórnarinnar með það markmið að innlima Kýpur í Grikkland. Innrásin leiddi til skiptingar eyjarinnar og fjöldaflótta grískumælandi Kýpverja frá norðurhlutanum og tyrkneskumælandi Kýpverja frá suðurhlutanum. Stjórnin í norðurhlutanum lýsti einhliða yfir sjálfstæði árið 1983. Norður-Kýpur er mjög háð Tyrklandi um pólitískan, efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning. Tyrklandsher hefur stórt lið á Norður-Kýpur. Stjórn Kýpur lítur formlega á það sem ólöglegt innrásarlið.
Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]
Norður-Kýpur skiptist í fimm umdæmi: Lefkoşa, Gazimağusa, Girne, Güzelyurt and İskele. Umdæmin skiptast svo í 28 undirumdæmi.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]