Samtök hlutlausra ríkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af meðlimum Samtaka hlutlausa ríkja. Fullgildir meðlimir eru með dökkbláum lit og áheyrnarríki eru með ljósbláum lit.

Samtök hlutlausra ríkja (enska: Non-Aligned Movement eða NAM) eru alþjóðasamtök ríkja sem ekki tilheyra tilteknum valdablokkum í alþjóðastjórnmálum. Samtökin voru stofnuð að undirlagi Jawaharlal Nehru forsætisráðherra Indlands, Gamal Abdel Nasser fyrrum forseta Egyptalands, Josip Broz Tito forseta Júgóslavíu, Sukarno forseta Indónesíu og Kwame Nkrumah forsætisráðherra Gana í kjölfar Bandung-ráðstefnunnar árið 1955. Fyrsta opinbera ráðstefna samtakanna var í Belgrad árið 1961. Tilgangur samtakanna var að standa vörð um sjálfstæði og öryggi aðildarríkjanna í heimi vaxandi átaka milli risaveldanna á tímum Kalda stríðsins. Samstarf ríkjanna varð þó aldrei jafnmikið og þeirra ríkja sem tilheyrðu Varsjárbandalaginu og NATO og mörg þeirra gerðust í reynd bandalagsríki annars risaveldanna.

Aðildarríki[breyta | breyta frumkóða]