Súmerska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Súmerska var mál Súmera, fornþjóðar af óþekktum uppruna. Súmerska leið undir lok sem talað mál um 2000 f.Kr.

Súmerska hefur fjóra sérhljóða: a, i, u, e en 16 samhljóða: b, d, g, h, k, l, m, n, p, r, s, s*, s°, t, z.

Elsta ritheimild mannkyns er á þessu máli. Þessi elsta ritheimild er fleygirúnir á leirtöflum frá 3100 f.Kr. Ekki hefur tekist að sýna fram á skyldleika súmersku við neitt annað tungumál. Kyn kemur ekki fram á nafnorðum. Fleirtala er táknuð með viðskeyti (-me, -hía, -ene) eða mynduð með tvítekningu (til dæmis kur – fjall, kurkur – fjöll). Nafnorð bæta við sig viðskeytum sem samsvara nokkurn veginn klassískri fallbeygingu: -e til að tákna frumlag eða nefnifall, -a eða -ak til að tákna eignarfall, -ra táknar þágufall, -a, -ta sviptifall (ablativus), -da samvistarfall (comitativus) og -sh eða -she til að tákna tímalengd og tilgang. Sagnorð laga sig eftir persónu og tölu.