Arabar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nokkrir þekktir arabar

Arabar er hugtak sem haft er um fólk sem hefur arabísku að móðurmáli, tilheyrir arabískri menningu eða getur rakið ætt sína til Arabíu. Arabar eru fjölmennastir í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Flestir kenna þeir sig einnig við heimaland sitt og jafnvel héruð eða ættbálka. Þessi dreifða búseta og örar breytingar á seinni árum valda því að öll arabamenning er ekki steypt í nákvæmlega sama far. Trúarbrögð eru ekki heldur ótvírætt einkenni. Þótt stærstur hluti araba aðhyllist íslam, er kristni gömul í löndum þeirra en reyndar fækkar því fólki hlutfallslega.

Giskað er á, að fjöldi araba nemi samtals allt að 300 – 350 milljónum manna. En þeir eiga heima í mjög mörgum löndum, og nákvæma tölu er ómögulegt að reikna.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Orðið arabar finnst fyrst notað um hóp af fólki fyrir um þrjú þúsund árum. Ýmsar skýringar eru gefnar á upphaflegri merkingu, einkum hirðingjar í eyðimörkum.

Þáttaskil urðu í sögu araba snemma á sjöundu öld, þegar Múhameð hóf að kenna ný trúarbrögð, sem fengu mikinn hljómgrunn á meðal þeirra. Í kjölfarið fylgdu landvinningar, og stórveldi risu. Þar á meðal voru Kálifadæmin og Ottómanveldið, sem stóð frá 1299 til 1922.

Menningaráhrif frá aröbum[breyta | breyta frumkóða]

Á miðöldum fór að gæta í Evrópu menningaráhrifa frá aröbum í vísindum. Þeir miðluðu meðal annars margvíslegri fornmenningu og arabískum tölum. Að einhverju leyti höfðu þeir einnig áhrif í myndlist, tónlist og bókmenntum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]