Túvalú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tuvalu
Fáni Túvalú Skjaldarmerki Túvalú
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Tuvalu mo te Atua
(túvalúska: „Túvalú fyrir almættið“)
Staðsetning Túvalú
Höfuðborg Funafuti
Opinbert tungumál túvalúska og enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Drottning Elísabet 2.
Landstjóri Tofiga Vaevalu Falani
Forsætisráðherra Kausea Natano
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 1. október 1978 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
191. sæti
26 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar
229. sæti
11.646
476/km²
VLF (KMJ) áætl. 2016
 - Samtals 0,039 millj. dala (226. sæti)
 - Á mann 3.566 dalir (156. sæti)
Gjaldmiðill túvalúskur dalur
ástralíudalur
Tímabelti UTC+12
Þjóðarlén .tv
Landsnúmer 688

Túvalú (áður Elliseyjar) eru eyríki á eyjaklasa í Pólýnesíu í Kyrrahafi, um það bil miðja vegu milli Ástralíu og Hawaii. Það nær yfir þrjú rif og sex hringrif sem liggja á milli 5° og 10° suðlægrar breiddar og 176° og 180° vestlægrar lengdar, rétt vestan við daglínuna. Túvalú er fjórða minnsta land heims að flatarmáli, en efnahagslögsagan nær yfir 900.000 ferkílómetra hafsvæði. Næstu lönd eru Kíribatí, Nárú, Samóa og Fídjieyjar. Íbúar eru rétt rúmlega tíu þúsund sem gerir Túvalú að þriðja fámennasta sjálfstæða ríki jarðar, á eftir Vatíkaninu og Nárú.

Fyrstu íbúar Túvalú voru Pólýnesar sem sigldu þangað á eintrjáningum fyrir um 3000 árum. Spænski skipstjórinn Álvaro de Mendaña leiddi fyrsta evrópska leiðangurinn sem kom til eyjanna 1568. Árið 1819 nefndi bandarískur skipstjóri Funafuti Elliseyju eftir breska stjórnmálamanninum Edward Ellice og það nafn var síðan notað um allar níu eyjarnar. Bretar lýstu eyjarnar sitt verndarsvæði á 19. öld og frá 1892 stjórnuðu þeir eyjunum sem hluta af Vestur-Kyrrahafssvæði Breta. Árið 1916 urðu eyjarnar hluti Gilbert- og Elliseyja ásamt Kíribatí. Árið 1974 var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að skilja eyjaklasana að og gera úr þeim tvær nýlendur sem fengu sjálfstæði 1978 og 1979.

Túvalú er þróunarland með eitt af minnstu hagkerfum heims. Um 65% vinnandi manna eru opinberir starfsmenn. Samningar um fiskveiðiréttindi við erlend ríki eins og Bandaríkin gefur landinu töluverðar tekjur. Túvalúar eru þekktir fyrir sjómennskukunnáttu og margir vinna sem sjómenn á erlendum skipum. Landbúnaður á Túvalú snýst aðallega um ræktun kókoshneta og pulaka.

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

Túvalú eru eldfjallaeyjar. Eyjarnar eru þrjú rif (Nanumanga, Niutao og Niulakita) og sex hringrif (Funafuti, Nanumea, Nui, Nukufetau, Nukulaelae og Vaitupu).[1] Þessar litlu, dreifðu og láglendu eyjar eru aðeins 26 ferkílómetrar að stærð samtals og eru þannig fjórða minnsta land heims. Hæsti punktur eyjanna er 4,6 metrar yfir sjávarmáli á Niulakita. Á 20 árum hafa 73,5 hektarar bæst við land eyjanna (2,9%) þótt aukningin sé ekki eins alls staðar, með 74% stækkun og 27% minnkun. Yfirborð sjávar við Funafuti hefur risið um 3,9 mm á ári, sem er tvöfalt heimsmeðaltal.[2] Hækkandi sjávarborð skapar aukinn öldugang yfir rifin sem flytur sand sem safnast upp við rifin samkvæmt ástralskri rannsókn.[1] Forsætisráðherra Túvalú gagnrýndi rannsóknina og sagði hana líta framhjá neikvæðum afleiðingum hækkunar sjávarborðs, eins og flæði sjávar inn í ferskvatnsbrunna.[3]

Funafuti er stærsta hringrifið. Það nær yfir nokkrar smáeyjar sem standa umhverfis sjávarlón sem er 25,1 km á lengd og 18,4 km á breidd með miðju staðsetta á 179°7'A og 8°30'S. Hringrifin eru náttúruleg kóralrif með nokkrum opnum rásum inn í sjávarlónið í miðjunni.[4] Í rannsókn sem gerð var á rifunum Nanumea, Nukulaelae og Funafuti í maí 2010 fundust 317 tegundir fisk, þar af 66 tegundir sem ekki höfðu áður verið skráðar við Túvalú. Heildarfjöldi fiskitegunda sem fundist hefur varð þannig 607.[5][6] Landhelgi Túvalú nær yfir um það bil 900.000 ferkílómetra svæði.[7]

Túvalú á aðild að Samningi um líffræðilega fjölbreytni.[8] Helsti gróður á eyjunum eru ræktaðir kókospálmar sem þekja 43% landsins. Innlendur laufskógur er aðeins 4,3% af gróðri á Túvalú.[9]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Paul S. Kench, Murray R. Ford & Susan D. Owen (9. febrúar 2018). „Patterns of island change and persistence offer alternate adaptation pathways for atoll nations“. Nature Communications. Sótt 11. febrúar 2018.
  2. Paul S. Kench, Murray R. Ford & Susan D. Owen (9. febrúar 2018). „Patterns of island change and persistence offer alternate adaptation pathways for atoll nations (Supplementary Note 2)“. Nature Communications. Sótt 11. febrúar 2018.
  3. Movono, Lice (12. febrúar 2018). „Tuvalu PM refutes AUT research“. The Fijian Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. febrúar 2018. Sótt 13. febrúar 2018.
  4. McNeil, F. S. (1954). „Organic reefs and banks and associated detrital sediments“. American Journal of Science. 252 (7): 385–401. Bibcode:1954AmJS..252..385M. doi:10.2475/ajs.252.7.385. on p. 396 McNeil defines atoll as an annular reef enclosing a lagoon in which there are no promontories other than reefs and composed of reef detritus
  5. Sandrine Job; Daniela Ceccarelli (Desember 2011). „Tuvalu Marine Life Synthesis Report“ (PDF). an Alofa Tuvalu project with the Tuvalu Fisheries Department. Sótt 3. desember 2013.
  6. Sandrine Job; Daniela Ceccarelli (Desember 2012). „Tuvalu Marine Life Scientific Report“ (PDF). an Alofa Tuvalu project with the Tuvalu Fisheries Department. Sótt 3. desember 2013.
  7. Dr A J Tilling & Ms E Fihaki (17. nóvember 2009). Tuvalu National Biodiversity Strategy and Action Plan (PDF). Fourth National Report to the Convention on Biological Diversity. bls. 7.
  8. Compiled by Randy Thaman with assistance from Faoliu Teakau, Moe Saitala, Epu Falega, Feagaiga Penivao, Mataio Tekenene and Semese Alefaio (2016). „Tuvalu National Biodiversity Strategy and Action Plan: Fifth National Report to the Convention on Biological Diversity“ (PDF). Ministry of Foreign Affairs, Trade, Tourism, Environment and Labour Government of Tuvalu. Sótt 25. maí 2019.
  9. Randy Thaman, Feagaiga Penivao, Faoliu Teakau, Semese Alefaio, Lamese Saamu, Moe Saitala, Mataio Tekinene and Mile Fonua (2017). „Report on the 2016 Funafuti Community-Based Ridge-To-Reef (R2R)“ (PDF). Rapid Biodiversity Assessment of the Conservation Status of Biodiversity and Ecosystem Services (BES) In Tuvalu. Sótt 25. maí 2019.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.