Túvalú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tuvalu
Fáni Túvalú Skjaldarmerki Túvalú
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Tuvalu mo te Atua
(túvalúska: „Túvalú fyrir almættið“)
Staðsetning Túvalú
Höfuðborg Funafuti (baugey)
Vaiaku (stjórnin)
Fongafale
Opinbert tungumál túvalúska og enska
Stjórnarfar þingbundin konungsstjórn

drottning
landstjóri
forsætisráðherra
Elísabet 2.
Teniku Talesi Honolulu
Kausea Natano
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 1. október 1978 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
236. sæti
26 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
229. sæti
10.837
476/km²
VLF (KMJ) áætl. 2010
 - Samtals 0,036 millj. dala (188. sæti)
 - Á mann 3.400 dalir (143. sæti)
Gjaldmiðill túvalúskur dalur
Tímabelti UTC+12
Þjóðarlén .tv
Landsnúmer 688

Túvalú (áður Elliseyjar) eru eyríki á eyjaklasa í Pólýnesíu í Kyrrahafi, um það bil miðja vegu milli Ástralíu og Hawaii. Það nær yfir þrjú rif og sex hringrif sem liggja á milli 5° og 10° suðlægrar breiddar og 176° og 180° vestlægrar lengdar, rétt vestan við daglínuna. Túvalú er fjórða minnsta land heims að flatarmáli, en efnahagslögsagan nær yfir 900.000 ferkílómetra hafsvæði. Næstu lönd eru Kíribatí, Nárú, Samóa og Fídjieyjar. Íbúar eru rétt rúmlega tíu þúsund sem gerir Túvalú að þriðja fámennasta sjálfstæða ríki jarðar, á eftir Vatíkaninu og Nárú.

Fyrstu íbúar Túvalú voru pólýnesar sem sigldu þangað á eintrjáningum fyrir um 3000 árum. Spænski skipstjórinn Álvaro de Mendaña leiddi fyrsta evrópska leiðangurinn sem kom til eyjanna 1568. Árið 1819 nefndi bandarískur skipstjóri Funafuti Elliseyju eftir breska stjórnmálamanninum Edward Ellice og það nafn var síðan notað um allar níu eyjarnar. Bretar lýstu eyjarnar sitt verndarsvæði á 19. öld og frá 1892 stjórnuðu þeir eyjunum sem hluta af Vestur-Kyrrahafssvæði Breta. Árið 1916 urðu eyjarnar hluti Gilbert- og Elliseyja ásamt Kíribatí. Árið 1974 var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að skilja eyjaklasana að og gera úr þeim tvær nýlendur sem fengu sjálfstæði 1978 og 1979.

Túvalú er þróunarland með eitt af minnstu hagkerfum heims. Um 65% vinnandi manna eru opinberir starfsmenn. Samningar um fiskveiðiréttindi við erlend ríki eins og Bandaríkin gefur landinu töluverðar tekjur. Túvalúar eru þekktir fyrir sjómennskukunnáttu og margir vinna sem sjómenn á erlendum skipum. Landbúnaður á Túvalú snýst aðallega um ræktun kókoshneta og pulaka.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.