Fara í innihald

Hólmlenda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Útlenda)
Hólmlendan C sem er útlenda B og innlenda A.
Hólmlendan C sem er útlenda B en ekki innlenda A eða D.

Hólmlenda eða útlenda/innlenda er svæði sem tilheyrir ákveðnu ríki en tengist því ríki ekki landfræðilega (eyjar eru ekki meðtaldar) og er því umlukið öðru ríki eða ríkjum. Gott dæmi er svæðið umhverfis rússnesku borgina Kalíníngrad sem tilheyrir Rússlandi en er aðskilið frá því af landsvæði sem tilheyrir Póllandi og Litháen.

Hólmlenda er ekki alltaf innlenda þar sem svæðið er ekki endilega umlukið einu ríki heldur getur komið fyrir á landamærum tveggja eða fleiri ríkja. Kalíníngrad á til dæmis landamæri að bæði Litháen og Póllandi og strönd við Eystrasalt og er því ekki innlenda í neinu ríki.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.