Fara í innihald

Febrúar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Febrúarmánuður)
JanFebrúarMar
SuÞrMiFiLa
1
2345678
9101112131415
16171819202122
232425262728
2025
Allir dagar


Febrúar eða febrúarmánuður er annar mánuður ársins og er nefndur eftir Februus, rómverskum guði hreinleika. Í febrúar eru 28 dagar, 29 ef árið er hlaupár.

Orðið febrúar er komið úr latínu, þar sem það hét Februarius. Uppruna sinn á það að rekja til Rómaborgar hinnar fornu, en þar var haldin einskonar trúarsamkoma í helli við ána Tíber. Tveir ungir menn voru valdir til að slátra geitum, en síðan voru ristir þvengir úr húðum þeirra og fengnir unglingunum. Þessir þvengir voru kallaðir februa, en það merkir: hreinsunartæki. Þeim fylgdi sú náttúra að ef konur voru lamdar með þeim urðu þær ekki lengur ófrjóar. Síðan hlupu strákarnir um alla Rómaborg með hina helgu þvengi og lömdu með þeim allar þær ófrjóu konur sem þeir mættu. Töframáttur þvengjanna stafaði frá Júnó sem var frjósemisgyðja og kölluð Februaria. Þaðan er komið heiti mánaðarins.

Hátíðis og tyllidagar

[breyta | breyta frumkóða]

Veðurfar á Íslandi í febrúar

[breyta | breyta frumkóða]

Reykjavík

  • Meðalhiti 0,5 °C
  • Úrkoma 81,8mm
  • Sólskinsstundir 111,1

Akureyri

  • Meðalhiti -1,5°C
  • Úrkoma 42,5mm
  • Sólskinsstundir 36,0

Æðey (Ísafjarðardjúpi)

  • Meðalhiti -1,4 °C
  • Úrkoma 49,1mm
  • Sólskinsstundir NA

Dalatangi (Austfjörðum)

  • Meðalhiti 0,6 °C
  • Úrkoma 102,7mm
  • Sólskinsstundir NA

Stórhöfði (Vestmannaeyjum)

  • Meðalhiti 2,0 °C
  • Úrkoma 139,1mm
  • Sólskinsstundir NA