Ásbjörn Óttarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ)
Fæðingardagur: 16. nóvember 1962 (1962-11-16) (61 árs)
Fæðingarstaður: Reykjavík
1. þingmaður Norðvesturkjördæmis
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Nefndir: Fjárlaganefnd og samgöngunefnd
Þingsetutímabil
2009- í Norðvest. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Ásbjörn Óttarsson (fæddur 16. nóvember 1962) er fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Ásbjörn lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1983.[1]

Samningur um vatnsréttindi[breyta | breyta frumkóða]

Ásbjörn samþykkti sem forseti bæjarstjórnar Snæfellsnesbæjar samning við fyrirtækið Iceland Glacier Products sem felur í sér að fyrirtækið eigi einkarétt á vatni sem kemur úr lindum undir Snæfellsjökli. [2] Umrætt fyrirtæki er skráð á Íslandi en tengt félagsneti í Lúxemborg og Cayman eyjum í gegnum Sextant Capital Management Incorporated í Kanada.[3] Vakti samningurinn nokkra athygli, en Sextant Capital Management Incorporated og forsvarsmaður þess, Hollendingurinn Otto Spork, höfðu þegar samningurinn var gerður verið til rannsóknar hjá kanadíska fjármálaeftirlitinu vegna gruns um stórfellt fjármálamisferli. [4] Í Kanada rak Spork Sextant Stategic Opportunities Hedge Fund, vogunarsjóð sem yfirvöld gruna um græsku. Um 230 fjárfestar töldu sig svikna, voru eignir Sextant frystar í desember 2008 og skipaði kanadíska verðbréfaeftirlitið í kjölfarið skiptastjóra yfir sjóðinn.[5]

Sjálfur taldi Ásbjörn ekkert athugavert við að gera samning við fyrirtæki Spork til 95 ára, félagið verði að hafa sínar tryggingar enda fjárfestinginn mikil. [6]

Ólöglegar arðgreiðslur[breyta | breyta frumkóða]

Ásbjörn er framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Nesvers hf. og eini stjórnarmaður. Hinn 20. janúar 2010 upplýsti DV að Ásbjörn hefði greitt sér arð úr fyrirtæki sínu þrátt fyrir að það hefði skilað tapi á liðnu rekstrarári. Árið 2007 greiddi hann sér og sínum 20 milljónir króna í arð vegna rekstrarársins 2006, þrátt fyrir að á því ári hafi verið tap á rekstri fyrirtækisins. [7]

Slíkt er brot á lögum um hlutafélög nr. 2/1995, þar sem segir í 99. gr.: "Einungis er heimilt að úthluta sem arði hagnaði samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félagssamþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa."

Þegar upp komst um Ásbjörn endurgreiddi hann féð og í viðtali við Kastljósið 26. janúar það ár svaraði Ásbjörn fullyrðingu spyrilsins Helga Seljan um að hann hefði brotið lögin svo: „ég gerði það ekki viljandi.“ [8]

Naut Ásbjörn fulls stuðnings forystu Sjálfstæðisflokksins og sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hinn 27. janúar 2010: "Hann hefur játað á sig mistök og gert það sem hann getur til að bæta fyrir það sem var í ólagi. Þar með finnst mér að þetta eigi ekki að hafa áhrif á hans stöðu sem þingmanns eða vegna þeirra trúnaðarstarfa sem hann gegnir." [9]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ásbjörn Óttarsson á vefsíðu Alþingis“.
  2. „OTTO SPORK GERÐI LEYNISAMNING UM VATNSRÉTTINDI“.
  3. „Fréttaauki: Umsvif og áform Otto Spork hér á landi. Íslenskt jöklavatn með kanadísku bragði“.
  4. „OTTO SPORK GERÐI LEYNISAMNING UM VATNSRÉTTINDI“.
  5. „Fréttaauki: Umsvif og áform Otto Spork hér á landi. Íslenskt jöklavatn með kanadísku bragði“.
  6. „Fréttaauki: Umsvif og áform Otto Spork hér á landi. Íslenskt jöklavatn með kanadísku bragði“.
  7. „TÓK SÉR 65 MILLJÓNIR Í ARÐ Í MIÐRI KREPPU“.
  8. „Þú braust lögin! Ég gerði það ekki viljandi, segir Ásbjörn Óttarsson þingmaður“.
  9. „Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif“.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.