Dalabyggð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dalabyggð
Skjaldarmerki Dalabyggðar
Staðsetning Dalabyggðar
Staðsetning Dalabyggðar
Hnit: 65°06′36″N 21°46′01″V / 65.110°N 21.767°V / 65.110; -21.767
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarBúðardalur
Stjórnarfar
 • SveitarstjóriBjörn Bjarki Þorsteinsson
Flatarmál
 • Samtals2.427 km2
 • Sæti14. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals642
 • Sæti44. sæti
 • Þéttleiki0,26/km2
Póstnúmer
370, 371
Sveitarfélagsnúmer3811
Vefsíðadalir.is

Dalabyggð er sveitarfélag í Dalasýslu. Það var stofnað 11. júní 1994 við sameiningu 6 hreppa: Fellsstrandarhrepps, Haukadalshrepps, Hvammshrepps, Laxárdalshrepps, Skarðshrepps og Suðurdalahrepps. Skógarstrandarhreppur bættist í hópinn 1. janúar 1998 og Saurbæjarhreppur 10. júní 2006. Sveitarfélagið Dalabyggð nær nú yfir alla Dalasýslu og Skógarstrandarhrepp í Snæfellsnessýslu, þ.e. frá botni Álftafjarðar að Gilsfjarðarbotni. Alls hafa starfað 13 sveitarfélög á því svæði sem Dalabyggð nær nú yfir. Flest voru þau samtímis 10 á svæðinu.

Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er þar mikil sauðfjárrækt. Úrvinnsla landbúnaðarafurða er einnig mikil á svæðinu, bæði beint frá býli og svo er MS með starfsstöð þar sem allir mygluostar landsins eru framleiddir[1].

Dalabyggð er mikið sögusvæði þar sem m.a. Laxdæla saga gerðist en Laxdælir voru afkomendur Auðar djúpúðgu. Margir staðir í Dalabyggð spila stórt hlutverk í Sturlungasögu, t.a.m. Hvammur og Sauðafell.

Þéttbýliskjarni Dalabyggðar er Búðardalur.

Íbúafjöldi Dalabyggðar 1.janúar 2010-2023, alls:[2]
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
694 684 686 665 673 680 678 673 667 673 639 620 665 653

Merki Dalabyggðar[breyta | breyta frumkóða]

Samkeppni var um byggðarmerki Dalabyggðar árið 1994 og bárust þá 33 tillögur frá 17 höfundum. Fjögurra manna dómnefnd valdi tillögu Önnu Flosadóttur sem grunn að byggðarmerki sveitarfélagsins.

Fjöðrin er tákn menningar. Fuglinn er tákn frelsis. Sex fanir er tákn sameinaðra hreppa.

Staðir[breyta | breyta frumkóða]

Félagsheimili í Dalabyggð[breyta | breyta frumkóða]

Það eru fjögur félagsheimili í sveitarfélaginu:

  • Árblik í Miðdölum
  • Dalabúð í Búðardal
  • Staðarfell á Fellsströnd
  • Tjarnarlundur í Saurbæ

Sögustaðir í Dalabyggð[breyta | breyta frumkóða]

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Ýmislegt úr sögu Dalabyggðar[breyta | breyta frumkóða]

Þekktir Dalamenn[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „MS Búðardal og Egilsstöðum“. www.ms.is. Sótt 28. apríl 2020.
  2. „Hagstofa Íslands“. Hagstofa Íslands. Sótt 9. janúar 2024.
  3. „Jón Sigurðsson ; Dalaskáld | Æviágrip | Handrit.is“. handrit.is. Sótt 28. apríl 2020.
  4. UTD_Vefumsjon (4. nóvember 2014). „Hreinn Friðfinnsson“. listasafnreykjavikur.is. Sótt 28. apríl 2020.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.