Fara í innihald

Grundarfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Grundarfjarðarbær)
Grundarfjarðarbær
Loftmynd af Grundarfirði
Loftmynd af Grundarfirði
Skjaldarmerki Grundarfjarðarbæjar
Staðsetning Grundarfjarðarbæjar
Staðsetning Grundarfjarðarbæjar
Hnit: 64°56′N 23°16′V / 64.933°N 23.267°V / 64.933; -23.267
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarGrundarfjörður
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriBjörg Águstsdóttir
Flatarmál
 • Samtals149 km2
 • Sæti50. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals821
 • Sæti39. sæti
 • Þéttleiki5,51/km2
Póstnúmer
350
Sveitarfélagsnúmer3709
Vefsíðagrundarfjordur.is

Grundarfjörður er bær á norðanverðu Snæfellsnesi á Íslandi, í miðjum firði umkringdur fjöllum, en vestanmegin við hann liggur Kirkjufell. Bærinn er á milli Stykkishólms og Ólafsvíkur.

Helstu atvinnuvegir í Grundarfirði eru sjávarútvegur og ferðaþjónusta.

Skipaumferð hefur aukist til muna á Grundarfirði, enda þykja Grundarfjarðarhöfn og fjörðurinn sjálfur með eindæmum skjólgóð. Viðlegukantur Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar var lengdur árið 2002 og aftur árið 2021.

Grundarfjörður hefur verið mikilvægur verslunarstaður í margar aldir og er það bæði því að þakka að bærinn býr yfir góðri höfn sem og legu hans mitt á Snæfellsnesi. Elstu heimildir um verslun á Grundarfirði eru frá landnámsöld þegar skip komu í Salteyrarós (sem að öllum líkindum er þar sem nú á tímum heitir Hálsvaðall vestur við Kirkjufell). Á þessu svæði er margar fornminjar að finna, sem gefur til kynna mikil umsvif á víkingaöld. Grundarfjarðarkaupstaður var forn kaupstaður sem stóð á Grundarkampi við botn fjarðarins og hafa þar fundist rústir frá ýmsum tímum.

Verslun þar jókst verulega á 15. öld og eftir einokunarverslunina óx Grundarfirði fiskur um hrygg og var verslunarstaðurinn löggiltur sem einn af sex fyrstu kaupstöðum landsins með lagasetningu árið 1786. Þá var Grundarfjarðarkaupstaður gerður að höfuðstað Vesturamtsins og átti að vera miðpunktur verslunar og þjónustu í amtinu. Þessi lög voru einkennileg vegna þess að ekki mátti stunda verslun í vesturamti nema hafa borgararéttindi í Grundarfirði. Fyrsti skipulagsuppdráttur á Íslandi og líklega sá eini hérlendis byggður með borgarskipulagi er af Grundarfjarðarkaupstað. Finna má merki um þessa byggð á Grundarkampi.[1]

Mikið segir um byggð á Snæfellsnesi í Íslendingasögunni Eyrbyggju.

Víðmynd.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.