Húnaþing vestra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Húnaþing vestra
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Norðvesturkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
12. sæti
3.023 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
29. sæti
1.222 (2021)
0,4/km²
Sveitarstjóri Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Þéttbýliskjarnar Hvammstangi (íb. 653)
Laugarbakki (íb. <50)
Sveitarfélagsnúmer 5508
Póstnúmer 500, 530, 531
Vefsíða sveitarfélagsins
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Húnaþing vestra er sveitarfélag við Húnaflóa. Það var stofnað 7. júní 1998 við sameiningu allra hinna 7 gömlu hreppa Vestur-Húnavatnssýslu. Þeir voru: Staðarhreppur, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Hvammstangahreppur, Þverárhreppur og Þorkelshólshreppur. Hinn 1. janúar 2012 sameinaðist sveitarfélagið Bæjarhreppi en hefur áfram nafnið Húnaþing vestra.

Húnaþing vestra einkennist af fjörðunum þremur; Hrútafirði og Miðfirði, sem eftir sameininguna við Bæjarhrepp eru báðir að öllu leyti í Húnaþingi vestra, og Húnafirði, en vesturhluti hans er í sveitarfélaginu. Á milli þeirra eru nesin Heggstaðanes og Vatnsnes. Helsti þéttbýlisstaður sveitarfélagsins er Hvammstangi en smáþorp eða vísi að þorpum er einnig að finna á Laugabakka, Reykjum í Hrútafirði og á Borðeyri.

Aðalatvinnuvegir svæðisins er landbúnaður og sjávarútvegur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.