Fara í innihald

Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bjarni Jónsson (BjarnJ)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2021 2024  Norðvestur  Vinstri græn
2024 2024  Norðvestur  Græningjar
Persónulegar upplýsingar
Fæddur6. júní 1966 (1966-06-06) (58 ára)
StjórnmálaflokkurVinstrihreyfingin – grænt framboð (2016-2024) Græningjar (2024-)
FaðirJón Bjarnason
SystkyniÁsgeir Jónsson
MenntunÞróunarvistfræðingur
Fiskifræðingur
Æviágrip á vef Alþingis

Bjarni Jónsson (fæddur 6. júní 1966) er alþingismaður sem sat á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í Norðvesturkjördæmi frá 2021 til 2024 og fyrir Græningja frá 2024. Hann var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum 2021 en hafði áður nokkrum sinnum tekið sæti á þingi sem varaþingmaður frá 2017.

Bjarni er þróunarvistfræðingur og fiskifræðingur að mennt og var forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra áður en hann var kjörinn á þing.[1] Hann er sonur Jóns Bjarnasonar sem var einnig þingmaður Vinstri grænna frá 1999 til 2013 og ráðherra 2009 til 2013.

Bjarni sagði sig úr VG í október 2024 og tíu dögum seinna gekk hann til liðs við hinn nýstofnaða flokk, Græningja. Með því varð hann að fyrsta og eina þingmanni flokksins. Græningjar ætluðu að bjóða fram í þremur kjördæmum í alþingiskosningunum 2024 en þann 30. október var ákveðið að hætta við framboð flokksins vegna skort á meðmælum. Því hætti Bjarni á þingi í lok árs 2024.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Bjarni sækist eftir oddvitasæti“. mbl.is. 26. mars 2021.
  2. Karlsson, Ari Páll (30. október 2024). „Græningjar fara ekki fram að sinni - RÚV.is“. RÚV. Sótt 30. október 2024.