Ólína Þorvarðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (fædd 8. september 1958) er íslenskur rithöfundur, fræðimaður og stjórnmálamaður. Hún sat á Alþingi 2009-2013 og 2015-2016 fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi. Forseti Vestnorræna ráðsins 2010, varaforseti Norðurlandaráðs 2015. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1990-1994. Sem stjórnmálamaður beitti hún sér fyrir breytingum á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu samhliða umhverfismálum og velferðarmálum, og var á sama tíma virk í norrænu samstarfi. Sem fræðimaður hefur hún einkum helgað sig þjóðfræðirannsóknum, ekki síst á galdramálum 17. aldar sem doktorsritgerð hennar fjallar um.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Fædd í Reykjavík 8. september 1958 og alin þar upp til 14 ára aldurs er hún flutti með foreldrum sínum til Ísafjarðar og fór þar í Menntaskólann á Ísafirði þaðan sem hún útskrifaðist með stúdentspróf 1979. Hún hóf nám í íslensku og heimspeki við Háskóla Íslands 1980 og sérhæfði sig síðar í þjóðfræði. Var um tíma gestarannsakandi við þjóðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Lauk doktorsprófi frá Heimspekideild Háskóla Íslands árið 2000.

Ólína var þekktur sjónvarps- og blaðamaður áður en hún hóf afskipti af stjórnmálum. Hún leiddi lista óháðs framboðs Nýs vettvangs[1] fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1990 og sat í Borgarstjórn Reykjavíkur til ársins 1994, þar af sem borgarráðsmaður 1992-1994. Á þeim vettvangi beitti hún sér einkum í velferðar, skipulags og samgöngumálum Reykjavíkurborgar.

Í stjórn Dagvistar barna 1990–1994. Í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur 1994–1998.

Störf[breyta | breyta frumkóða]

Ólína hefur gegnt fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum í ýmsum nefndum og ráðum. Hún hefur skrifað fjölda fræðigreina auk skrifa um þjóðfélagsmál í blöð, bækur, tímarit og á vefsíður.[2]

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

  • Forseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2022
  • Alþingismaður 2009-2012 og 2015-2016[3]
  • Sérfræðingur við Stofnun fræða og rannsóknasetra Háskóla Íslands 2006-2009
  • Skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði 2001-2006.
  • Stundakennari við Félagsvísindadeild og Heimspekideild Háskóla Íslands 1992-2000.
  • Forstöðumaður Þjóðháttadeildar og upplýsingafulltrúi Þjóðminjasafns Íslands 1999-2001.
  • Borgarfulltrúi og borgarráðsmaður í Reykjavík 1990-1994.
  • Frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV 1986-1990.
  • Kennari við Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1979-1980.

Þingnefndir[breyta | breyta frumkóða]

  • Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 1. varaformaður (2010-2011)
  • Atvinnuveganefnd Alþingis, 1. varaformaður (2011-2013)
  • Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, formaður (2009-2013)
  • Allsherjar og menntamálanefnd (2015-2016)
  • Velferðarnefnd (2015-2016)
  • Íslandsdeild Norðurlandaráðs (2015-2016)

Eldri nefndir[breyta | breyta frumkóða]

  • Sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd (varaformaður 2009-2011)
  • Umhverfisnefnd Alþingis, (formaður 2010)
  • Samgöngunefnd (2009-2011)
  • Félags og tryggingamálanefnd (2009)

Önnur félags og trúnaðarstörf[breyta | breyta frumkóða]

Formaður Óðfræðifélagsins Sónar 2018-2020.

Formaður Vestfjarða-akademíunnar 2005–2008.

Formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 2001–2006.

Varaformaður Menningarráðs Vestfjarða frá 2007.

Formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar 1998–2000.

Varaformaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar 1996–1998.

Í stjórn Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins 1995–1996.

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

2007: Viðurkenning Nýsköpunarmiðstöðvarinnar Impru f. viðskiptahugmyndina Spánverjavígin 1615: Sögusafn og söguslóð

2008 Verðlaun í hugmyndasamkeppninni Upp úr skúffunum fyrir viðskiptahugmyndina Spánverjavígin 1615: Sögusafn og söguslóð

1995 Verðlaun í ljóðasamkeppni Listahátíðar Reykjavíkur.

1991 Folklore Fellow (associate member of The Folklore Fellows, an international network of folklorists, instituted by the Finnish Academy of Science and letters, Helsinki)

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

  • Doktorspróf 2000. Heimspekideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2000.
  • Cand. Mag. 1992 - Heimspekideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð: Galdur í munnmælum. Hneigð, hlutverk og þróun íslenskra galdrasagna. (Háskólabóksafn)
  • BA 1985. Heimspekideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð: „Eitt sinn upp skal rísa – mín öfugt kveðna visa“. Uppreisnin í ljóðum Steins Steinarr. (Háskólabókasafn)
  • Kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla 2001.
  • Stjórnunarnám 2000 - Viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

  • 2021: Ilmreyr. Móðurminning. (Ævisaga. Fræðirit).
  • 2020: Spegill fyrir skuggabaldur. Atvinnubann og misbeiting valds. (Fræðirit).
  • 2019: Lífgrös og leyndir dómar. Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi. (Fræðirit).
  • 2017: Við Djúpið blátt. Ísafjarðardjúp. (Árbók Ferðafélags Íslands 2017).
  • 2009: Vestanvindur. Ljóð og lausir endar. (Ljóðabók).
  • 2000: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. (Doktorsritgerð).
  • 1995: Álfar og tröll. Íslensk þjóðfr æði. (Fræðirit).
  • 1988: Bryndís. Lífssaga Bryndísar Schram. (Ævisaga).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. SME (13. mars 1990). „Dagblaðið Vísir 13.3.1990“. Frjáls fjölmiðlun hf. Sótt september 2019.
  2. Konur skrifa um konur sem skrifa. „skald.is“.
  3. althingi.is. „Althingismannatal“. Alþingi Íslendinga.