Dagvaktin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Dagvaktin
Tegund Gamanþáttur
Handrit Jóhann Ævar Grímsson
Jón Gnarr
Jörundur Ragnarsson
Pétur Jóhann Sigfússon
Ragnar Bragason
Leikarar Jón Gnarr
Jörundur Ragnarsson
Pétur Jóhann Sigfússon
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Upphafsstef Fjöllin hafa vakað
Lokastef Jón pönkari
Upprunaland Ísland
Frummál Íslenska
Fjöldi þáttaraða 1
Fjöldi þátta 12
Framleiðsla
Framleiðslufyrirtæki Saga Film
Klipping Sverrir Kristjánsson
Lengd þáttar 25 mín
Tímatal
Undanfari Næturvaktin
Framhald Fangavaktin

Dagvaktin er íslensk sjónvarpsþáttaröð sem er framhald Næturvaktarinnar, og hóf göngu sína í september 2008. Í Dagvaktinni eru persónurnar úr Næturvaktinni, Georg Bjarnfreðarson (Jón Gnarr), Ólafur Ragnar (Pétur Jóhann Sigfússon) og Daníel (Jörundur Ragnarsson), ráðnir sem starfsmenn á hótelinu Bjarkarlundi í Reykhólasveit þar sem hótelstýran Gugga (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) ræður ríkjum. Þættirnir eru byggðir upp sem framhaldsþættir meðan þáttaröðin Næturvaktin voru samhangandi sjálfstæðir gamanþættir. Hverjum þætti lýkur þannig með atriði sem skapar væntingar fyrir næsta þátt.

Þættirnir voru frumsýndir í læstri dagskrá á Stöð 2 á sunnudögum klukkan 20:30 haustið 2008. Gert var sérstakt samkomulag við Ríkissjónvarpið um breytingar á sýningartíma þar sem spennuþáttaröð RÚV, Svartir englar, átti upphaflega að fara í loftið kl. 20:20 á sunnudagskvöldum, en hún var þess í stað færð til kl. 19:40 og þátturinn Sunnudagskvöld með Evu Maríu fluttur til kl. 20:30.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.