Fara í innihald

Næturvaktin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Næturvaktin
TegundGamanþáttur
HandritJóhann Ævar Grímsson
Jón Gnarr
Jörundur Ragnarsson
Pétur Jóhann Sigfússon
Ragnar Bragason
LeikararJón Gnarr
Jörundur Ragnarsson
Pétur Jóhann Sigfússon
Sara Margrét Nordahl Michaelsdóttir
UpphafsstefKyrrlátt kvöld
LokastefJón pönkari
UpprunalandÍsland
FrummálÍslenska
Fjöldi þáttaraða1
Fjöldi þátta12
Framleiðsla
KlippingSverrir Kristjánsson
Lengd þáttar25 mín
FramleiðslaSaga Film
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðStöð 2
MyndframsetningSDTV 16 : 9
Sýnt16. september 20079. desember 2007
Tímatal
FramhaldDagvaktin

Næturvaktin er sjónvarpsþáttur sem hóf göngu sína 2007. Þátturinn var sýndur á Stöð 2 á sunnudögum. Fyrsti þátturinn var frumsýndur 16. september og sá síðasti 9. desember. Sögusviðið er lítil bensínstöð á Laugaveginum á næturnar. Á bensínstöðinni ræður ríkjum hinn fertugi vaktstjóri Georg Bjarnfreðarson (Jón Gnarr). Georg er bitur maður sem hefur fimm háskólagráður og ákveðnar skoðanir á tilverunni.

Undirmaður Georgs er Ólafur Ragnar (Pétur Jóhann Sigfússon), starfsmaður á plani og einfaldur og einlægur hnakki sem á einstaklega auðvelt með að koma sér í klandur. Utan næturvaktarinnar vinnar hann sem umboðsmaður hljómsveitarinnar Sólin úr Sandgerði. Nýráðinn starfsmaður í þjálfun er fyrrverandi læknaneminn Daníel (Jörundur Ragnarsson) sem er búinn að slíta öllu sambandi við fjölskyldu og vini út af prófkvíða og þunglyndi. Næturvaktin vann tvenn Edduverðlaun árið 2007 í flokkunum „besta leikna sjónvarpsefnið“ og „vinsælasti sjónvarpsþátturinn“, en síðarnefndu verðlaunin voru valin með áhorfendakosningu.

Árið 2012 var gerð norsk endurgerð sem nefndist Nattskiftet.

Dagvaktin[breyta | breyta frumkóða]

Haustið 2008 kom önnur þáttaröð sem bar nafnið Dagvaktin. Hún var meðal annars tekin upp á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit.

Istorrent-málið[breyta | breyta frumkóða]

Í byrjun nóvember 2007 varð Næturvaktin, ásamt þáttunum Tekinn og Stelpunum, aðalefni viðvörunar Stöðvar 2 til jafningjanetsins Istorrent, þar sem notendur gátu skipst gögnum sem almennt eru varin höfundarrétti. Stöð 2 fór fram á að allir þættir sem sjónvarpsstöðin hafði umráð yfir yrðu teknir af síðunni og hótuðu málshöfðun væri ekki farið að tilmælum þeirra.

10. nóvember 2007 gaf Svavar Kjarrval, stjórnandi Istorrent út lista yfir efni í dreifingarbanni á síðunni og var Næturvaktin á þeim lista, ásamt útgefnum þáttum af Tekinn, Stelpunum og verkum eftir Pál Óskar og Mugison.

Endurgerðir[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2009 var greint frá því að bandaríska fyrirtækið Reveille Productions væri í samningaviðræðum við framleiðendur Næturvaktarinnar um að endurgera þættina fyrir Bandaríkjamarkað.[1][2]. Árið 2010 kom fram að Fox myndi sýna þættina.[1] Ekkert meira hefur frést um þessa Bandarísku endurgerð eftir það.

Árið 2012 var Næturvaktin endurgerð í Noregi undir titlinum Nattskiftet og voru framleiddir 10 þættir.

Árið 2018 var Næturvaktin endurgerð í Þýskalandi undir titlinum Tanken – mehr als super og voru framleiddir 12 þættir. Jón Gnarr gagnrýndi það að ekki hafi fengist leyfi fyrir endurgerðinni og að hann fengi engan höfundarétt fyrir þáttunum.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Miðaldra, eigingjarn maður sem vinnur sem vaktstjóri á bensínstöðinni sem sífellt lendir upp á kant við Daníel og Ólaf, sem og viðskiptavini stöðvarinnar. Hann á unglingsson sem heitir Flemming Geir.

Ungur maður sem byrjar að vinna á bensínstöðinni í fyrsta þættinum sem var áður í læknanámi en hætti út af álagi, fjölskyldu hans til mikillar gremju.

Ungur maður sem hefur unnið í nokkurn tíma þegar að Daníel byrjar að vinna á stöðinni. Utan stöðvarinnar er hann umboðsmaður hljómsveitar frænda síns, Kidda Casio, Sólin frá Sandgerði meðal þess að eiga sína eigin drauma um frægð og frama

Ung stelpa sem vinnur á bensínstöð rétt hjá stöðinni þar sem að aðal-þríeykið vinnur. Fyrstu kynni Daníels af Ylfu eru þegar að Ólafur sýnir honum úrklippu sem hann hefur límda á hurðinna á skápnum sínum úr Séð og heyrt þar sem að hún er Séð og heyrt stúlkan. Daníel og Ylfa byrja síðan saman í lokaþætti Næturvaktarinnar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Næturvaktin endurgerð í USA“. RÚV. 19. janúar 2010. Sótt 26. nóvember 2022.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.