Fara í innihald

Leynilögga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leynilögga er íslensk grín-spennumynd frá 2021, myndin var næst-tekjuhæsta kvikmynd ársins 2021 á Íslandi og tekjuhæsta íslenska myndin. Myndin fjallar um Bússa, lögregluþjón sem afneitar kynhneigð sinni og verður ástfangin af samsytarfsfélaganum sínum, Herði á meðan hann rannsakar bankarán. Hannes Þór Halldórsson leikstýrði. Handritshöfundar voru Hannes Þór Halldórsson, Nína Petersen og Sverrir Þór Sverrisson en söguna skrifuðu Hannes, Auðunn Blöndal og Egill Einarsson. Framleiðendur voru Elli Cassata, Lilja Ósk Snorradóttir og Snorri Þórisson. Pegasus framleiddi myndina ásamt Stöð 2 og Sambíóunum. Myndin var frumsýnd 20. október 2021.

Á árinu 2021 var myndin næst-vinsælasta kvikmyndin á Íslandi á árinu, á eftir No Time to Die en vinsælasta íslenska kvikmyndin. Hún hlaut 76.375.016 milljónir og með 41 þúsund í aðsókn.[1] Variety kallaði myndina fyndna en ófrumlega.[2]

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Lögregluþjóninn Bússi (leikinn af Auðunni Blöndal) sem afneitar kynhneigð sinni, verður ástfangin af nýja samstarfsfélaga sínum Herði (leikinn af Agli Einarssyni), á meðan hann rannsakar röð bankarána þar sem engu virðist hafa verið stolið.

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Tökur hófust í Reykjavík þann 30. september 2020 og enduðu 15. desember sama ár. Á Instagram reikningi Sverris Þórs Sverrissonar þann 14. apríl 2021 greindi hann frá því að aukatökur færu fram, þær kláruðust seinna í apríl 2021.

Upphaflega átti myndin að vera sýnd á Íslandi 20. ágúst 2021 en því var frestað til 20. október vegna sóttvarnarsjónarviðmiða. Sýningar enduðu á Íslandi fyrir jól 2021 og kom myndin út á VOD leigum Símans og Vodafone þann 25. desember sama ár.

Myndin hét Cop Secret á ensku og 2 Bad Cops á japönsku þegar myndin var dreif erlendis frá.

Í viðtali fyrir myndina, þann 14. október 2021 sagði Auðunn við Feyki.is að það væri möguleiki á framhaldi. Hann sagði svo að Pétur Jóhann Sigfússon myndi líklega leika í framhaldsmyndinni.[3]

Í viðtali við Sverri Þór Sverrisson og Hannes Þór Halldórsson í fréttum Stöðvar 2 þann 22. nóvember 2022 sögðu þeir að það væri byrjað að vinna á framhaldsmynd sem að myndi heita Leynilögga 2 sem að myndi koma út jólin 2024.[4]

Í desember 2024 greindi Hannes Þór Halldórsson frá því að hann vildi upphaflega gera sjónvarpsþætti sem að fjölluðu um gerð gervi kvikmyndar sem að myndi heita Leynilögga 2 og að síðan myndi koma út framhaldsmynd Leynilöggu sem að myndi heita Leynilögga 3, þannig að það yrðu einungis tvær Leynilöggumyndir og síðan sjónvarpsþættir um gerð kvikmyndar sem að ekki væri til. Hannes sagði að ekki hafi fengist fjármagn í verkefnið og að því væri verið að vinna að beinni framhaldsmynd Leynilöggu og að handritsvinna væri í gangi.[5]

  1. „Vinsælustu bíómyndirnar 2021, tekjur aukast um rúm 62%“. Klapptré. 18. janúar 2022.
  2. Weissberg, Jay (17. ágúst 2021). 'Cop Secret' Review: A Derivative Action Movie Parody Set in Iceland for a Change“. Variety.
  3. Feykir. „Leynilögga á leið í bíó: „Það er víst byrjað að ræða framhald...". Feykir.is. Sótt 30. janúar 2022.
  4. Pétursdóttir, Bjarki Sigurðsson,Lillý Valgerður (22. nóvember 2022). „Byrjaðir að vinna að Leyni­löggu 2 - Vísir“. visir.is. Sótt 23. nóvember 2022.
  5. Óskarsdóttir, Svava Marín (12. nóvember 2024). „„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3" - Vísir“. visir.is. Sótt 11. desember 2024.