Fara í innihald

Fóstbræður (sjónvarpsþættir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fóstbræður
TegundGamanþáttur
HandritJón Gnarr (1-5)
Sigurjón Kjartansson (1-5)
Hilmir Snær Guðnason (1)
Benedikt Erlingsson (1)
Þorsteinn Guðmundsson (2-5)
Helga Braga Jónsdóttir (2-5)
LeikararJón Gnarr (1-5)
Sigurjón Kjartansson (1-5)
Helga Braga Jónsdóttir (1-5)
Þorsteinn Guðmundsson (2-5)
Hilmir Snær Guðnason (1)
Benedikt Erlingsson (1-3)
Gunnar Jónsson (3-5)
TónskáldSigurjón Kjartansson
UpprunalandFáni Íslands Ísland
FrummálÍslenska
Fjöldi þáttaraða5
Fjöldi þátta40
Framleiðsla
Lengd þáttar20 - 35 mínútur
FramleiðslaStöð 2
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðStöð 2
Myndframsetning4 : 3
Sýnt13. október 19972001
Tenglar
IMDb tengill

Fóstbræður var Íslenskur grín-sjónvarpsþáttur sem hóf göngu sína 1997. Þátturinn varð upphaflega til á Stöð 3 en var síðan sýndur á Stöð 2. Fóstbræður byggðust að mestu á stuttum sjálfstæðum grínatriðum, þó eru til einstök dæmi um heildstæða þætti. Síðasta og fimmta þáttaröðin var sýnd árið 2001. Allar seríurnar voru gefnar út á VHS spólur árið 2000 og mynddiska árið 2007.

Þættirnir nutu mikillar hylli, einkum og sér í lagi á meðal ungu kynslóðarinnar, og nýtur enn þann dag í dag mikið hylli og kalla margir þættina bestu sjónvarpsþætti sem framleiddir hafa verið á Íslandi. Þættirnir unnu Eddu árið 1999 fyrir besta leikna sjónvarpsefnið. Árið 2013 lýstu Stöð 2 opinberlega yfir að þættirnir voru þeir vinsælustu á sjónvarpsstöðinni frá upphafi.[1]

Meðlimir Fóstbræðra voru:

Hilmir var einungis í fyrstu þáttaröðinni en eftir hana kom Þorsteinn Guðmundsson í hans stað. Í þriðju þáttaröð bættist Gunnar Jónsson í hópinn. Benedikt hætti eftir þriðju þáttaröðina.

Upphafslag þáttanna samdi Sigurjón Kjartansson. Styrmir Sigurðsson leikstýrði fyrstu seríunni. Óskar Jónasson annari og þriðju, Sigurjón Kjartansson þeirri fjórðu og Ragnar Bragason þeirri fimmtu.

Framleiddir voru 8 þættir í hverri þáttaröð, nema þeirri síðustu voru aðeins framleiddir 7.

Nokkrir sérþættir hafa verið búnir til með þeim. Fyrsti þátturinn var í fjórðu þáttaröð, öðrum þætti sem var Íslensk spennumynd sem fjallaði um sveitastelpu og strák úr borginni sem verða ástfanginn. Sjöundi þáttur í fjórðu seríu var Rómantísk gamanmynd sem fjallaði um konu og sálfræðing sem verða ástfangin. Fjórði þáttur í fimmtu seríu hét Tommi Kung Fu sem fjallaði um strákinn Tomma sem er vinsæll í skólanum sínum.

Eftir að Fóstbræður hættu hefur hópurinn komið einu sinni aftur saman en það var þegar að þau sáu um Áramótaskaupið 2016. En þá leikstýrði Jón Gnarr skaupinu og skrifaði það ásamt Sigurjóni, Þorsteini, Helgu Brögu og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur. Þau léku öll í skaupinu ásamt Hilmi Snæ, Benedikti og Gunnar Jónssyni.

Í fyrstu þáttaröð sáu Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson og einnig Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson um handritið. Í öllum hinum þáttaröðunum (þáttaröðum 2-5) sáu Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson um handritið hins vegar og annars vegar Þorsteinn Guðmundsson og Helga Braga Jónsdóttir.

Nýársbomban

[breyta | breyta frumkóða]

1. janúar 1999 var á Stöð 2 sýndur sérstakur áramótaþáttur, sem fékk nafnið Nýársbomba fóstbræðra. Allir sem voru í annarri þáttaröð sáu um nýársbombuna auk Gunnars Jónssonar sem kom svo í hópinn í þriðju þáttaröð, sem að er talinn vera fertugasti þáttur Fóstbræðra og er stundum talinn sem áttundi þáttur í fimmtu þáttaröð, eða allra síðasti þátturinn.

  1. „Vinsælustu þættir Stöðvar 2 frá upphafi - Vísir“. visir.is. 10. september 2013. Sótt 6. maí 2024.