Fóstbræður (sjónvarpsþættir)
Fóstbræður | |
---|---|
Tegund | Gamanþáttur |
Leikstjórn | Styrmir Sigurðsson,Óskar Jónasson,Sigurjón Kjartansson,Ragnar Bragason |
Sjónvarpsstöð | Stöð 2 |
Leikarar | Jón Gnarr Sigurjón Kjartansson Helga Braga Jónsdóttir Þorsteinn Guðmundsson Hilmir Snær Guðnason Benedikt Erlingsson Gunnar Jónsson |
Tónlist | Sigurjón Kjartansson |
Land | ![]() |
Tungumál | Íslenska |
Fjöldi þáttaraða | 5 |
Framleiðsla | |
Framleiðslufyrirtæki | Stöð 2 |
Lengd þáttar | 20 - 35 mínútur |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Stöð 2 |
Myndframsetning | 4 : 3 |
Sýnt | 13. október 1997 – 2001 |
Tenglar | |
Síða á IMDb | |
Síða á IKSG |
Fóstbræður var sjónvarpsþáttur sem hóf göngu sína 1997. Þátturinn varð upphaflega til á Stöð 3 en síðan sýndur á Stöð 2 og naut mikillar hylli, einkum og sér í lagi á meðal ungu kynslóðarinnar. Fóstbræður byggðust að mestu á stuttum sjálfstæðum grínatriðum, þó eru til einstök dæmi um heildstæða þætti. Síðasta og fimmta þáttaröðin var sýnd 2001. Allar seríurnar voru gefnar út á mynddiska árið 2007.
Upphaflegir meðlimir voru:
Hilmir var einungis í fyrstu þáttaröðinni en eftir hana kom Þorsteinn Guðmundsson í hans stað. Í þriðju þáttaröð bættist Gunnar Jónsson í hópinn. Benedikt hætti eftir þriðju þáttaröð.
Upphafslag þáttanna samdi Sigurjón Kjartansson. Styrmir Sigurðsson leikstýrði fyrstu seríunni. Óskar Jónasson þeim tveim næstu, Sigurjón Kjartansson leikstýrði einni og Ragnar Bragason þeirri síðustu.
Framleiddir voru 8 þættir í hverri þáttaröð, nema þeirri síðustu voru aðeins framleiddir 7.