Fara í innihald

Kona fer í stríð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kona fer í stríð
LeikstjóriBenedikt Erlingsson
HandritshöfundurBenedikt Erlingsson
Ólafur Egill Egilsson
FramleiðandiBenedikt Erlingsson
Carine Leblanc
Marianne Slot
LeikararHalldóra Geirharðsdóttir
Davíð Þór Jónsson
Magnús Trygvason Eliasen
Frumsýning12. maí 2018Cannes-kvikmyndahátíðinni)
22. maí 2018
TungumálÍslenska
Spænska
Enska
Úkraínska
AldurstakmarkLeyfð

Kona fer í stríð er íslensk kvikmynd sem kom út árið 2018. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Benedikt Erlingsson. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk í myndinni sem Halla, kórstjóri sem ákveður að fara í stríð gegn stóriðju á Íslandi.

Kona fer í stríð hlaut góðar viðtökur bæði á Íslandi og erlendis og vann til ýmissa verðlauna. Kvikmyndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs þann 30. október 2018.[1] Benedikt Erlingsson hlaut LUX-kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins fyrir myndina og tók við þeim þann 14. nóvember 2018.[2] Myndin var jafnframt framlag Íslands til bandarísku Óskarsverðlaunanna sem veitt voru árið 2019[3] en hlaut ekki tilnefningu.

Bandaríska leikkonan Jodie Foster hefur lýst því yfir að hún hyggist leikstýra bandarískri endurgerð af myndinni og fara sjálf með aðalhlutverkið.[4]

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Kona fer í stríð fjallar um Höllu, íslenskan kórstjóra sem ákveður að fara í stríð gegn íslenskri stóriðju. Hún gerist skemmdarverkamaður og byrjar að herja á framkvæmdir raforkuverja til þess að vernda íslenska hálendið undir dulnefninu „Fjallkonan“. Halla er reiðubúin til þess að leggja allt í sölurnar til þess að bjarga íslenskri náttúru en neyðist til þess að endurmeta stöðuna þegar henni berast fregnir um að umsókn hennar um að ættleiða munaðarlausa stúlku frá Úkraínu hafi verið tekin til meðferðar.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Kona fer í stríð fær verðlaun Norðurlandaráðs“. RÚV. 30. október 2018. Sótt 11. desember 2018.
  2. „Kona fer í stríð fær LUX-verðlaun­in“. mbl.is. 14. nóvember 2018. Sótt 11. desember 2018.
  3. „Kona fer í stríð framlag Íslands til Óskarsins“. RÚV. 20. september 2018. Sótt 11. desember 2018.
  4. „Jodie Foster endurgerir Kona fer í stríð“. RÚV. 11. desember 2018. Sótt 11. desember 2018.
  5. „Kona fer í stríð til Cannes“. kvikmyndir.is. 16. apríl 2018. Sótt 11. desember 2018.