Fara í innihald

Einar Þorsteinsson (f. 1978)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einar Þorsteinsson
Borgarstjóri Reykjavíkur
Í embætti
16. janúar 2024 – 21. febrúar 2025
ForveriDagur B. Eggertsson
EftirmaðurHeiða Björg Hilmisdóttir
Borgarfulltrúi í Reykjavík
frá    flokkur
2022  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur24. desember 1978 (1978-12-24) (46 ára)
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn
MakiMilla Ósk Magnúsdóttir
Börn3

Einar Þorsteinsson (f. 24. desember 1978) er íslenskur stjórnmálamaður sem að gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur frá janúar 2024 til febrúar 2025. Einar er fyrrum íslenskur sjónvarpsmaður og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2022.

Menntun og fyrri störf

[breyta | breyta frumkóða]

Einar var meðlimur í Sjálfstæðisflokknum á yngri árum og var um skeið formaður Týs, deildar Ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.[1] Hann vann um árabil sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og varð þar einkum kunnur sem stjórnandi Kastljóss. Hann vakti athygli í fréttum og fréttatengdum þáttum fyrir beinskeytt viðtöl sín.[2]

Einar hætti störfum hjá RÚV í janúar 2022 eftir að honum bauðst starf annars staðar.[3] Hann kunngerði í mars sama ár að hann vildi leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum það ár.[4] Einar var kynntur sem borgarstjóraefni Framsóknar í kosningunum þann 10. mars.[5]

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Í kosningunum vann Framsóknarflokkurinn fjóra borgarfulltrúa en hafði ekki haft neinn eftir síðustu kosningar. Gjarnan var því talað um flokkinn sem sigurvegara kosninganna.[6] Niðurstaða stjórnarmyndunarviðræða var að Framsókn gekk í meirihlutasamstarf ásamt Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum þar sem Dagur B. Eggertsson gegndi áfram borgarstjóraembætti á fyrri helmingi kjörtímabilsins en Einar á hinum síðari. Einar tók við af Degi sem borgarstjóri þann 16. janúar 2024.

Einar sleit meirihlutasamstarfinu þann 7. febrúar 2025 og vísaði til ágreinings milli stjórnarflokkanna, einkum í tengslum við framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann tilkynnti að hann hygðist hefja viðræður um nýjan meirihluta við Sjálfstæðisflokk, Viðreisn og Flokk fólksins.[7] Meirihlutaviðræðurnar gengu ekki upp þar sem Flokkur fólksins vildi ekki starfa í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.[8] Því var myndaður nýr meirihluti 21. febrúar með Samfylkingu, Vinstri grænum, Sósíalistaflokknum, Pírötum og Flokki fólksins með Heiðu Björg Hilmisdóttur sem borgarstjóra. Því lét Einar af embætti borgarstjóra.[9]

Einar er giftur Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra og fyrrum fréttamanni. Þau eignuðust son árið 2022 en fyrir átti Einar tvær dætur frá fyrra hjónabandi.[10]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Aðalheiður Ámundadóttir (29. janúar 2022). „Einar Þor­steins­son orðaður við fram­boð til for­ystu í Kópa­vogi“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. apríl 2023. Sótt 21. maí 2022.
  2. Einar Þór Sigurðsson (3. janúar 2022). „Einar Þor­steins­son hættur hjá RÚV“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. apríl 2023. Sótt 21. maí 2022.
  3. Bára Huld Beck (3. janúar 2022). „Einar Þorsteinsson hættir á RÚV“. Kjarninn. Sótt 21. maí 2022.
  4. Bára Huld Beck (4. mars 2022). „Einar Þorsteinsson vill leiða lista Framsóknar í Reykjavík“. Kjarninn. Sótt 21. maí 2022.
  5. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (10. mars 2022). „Einar Þorsteinsson borgarstjóraefni Framsóknar“. Vísir. Sótt 21. maí 2022.
  6. „Ekki óeðlilegt að Framsókn fái borgarstjórastólinn“. mbl.is. 16. maí 2022. Sótt 21. maí 2022.
  7. Brynjólfur Þór Guðmundsson; Alexander Kristjánsson (7. febrúar 2025). „Einar slítur meirihlutasamstarfinu“. RÚV. Sótt 7. febrúar 2025.
  8. Eiður Þór Árnason (21. febrúar 2025). „Líst illa á að vinna með Sjálf­stæðis­flokki sem hafi sýnt „hatur og heift". Vísir. Sótt 21. febrúar 2025.
  9. Hugrún Hannesdóttir Diego (21. febrúar 2025). „Nýr meirihluti í borginni: Heiða Björg verður borgarstjóri“. RÚV. Sótt 21. febrúar 2025.
  10. Einar og Milla eignuðust son Geymt 14 apríl 2022 í Wayback Machine Fréttablaðið, sótt 20. maí 2022
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.