Fara í innihald

Vikan með Gísla Marteini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vikan með Gísla Marteini oftast kallað Vikan eru skemmtiþættir sem eru sýndir á RÚV á föstudagskvöldum. Gísli Marteinn Baldursson sér um þættina. Í fyrstu þáttaröðinni sem var sýnd veturinn 2015 - 2016 sá hann einn um þættina en í annarri þáttaröð, veturinn 2016 - 2017 fékk hann gríninnslög Berglindar Pétursdóttur Berglind Festival og Atla Fannar Bjarkason; Vikan með Atla Fannari. Eftir sumarfrí þáttarins 2019 hætti Atli í þáttunum og Gísli Marteinn byrjaði þá með innslögin Fréttir vikunnar. Í þáttunum fær Gísli Marteinn til sín þrjá til fjóra gesti ásamt tónlistaratriðum.