Edduverðlaunin 2007
Edduverðlaunin 2007 eru afhending Edduverðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem fór fram á Hótel Hilton Nordica sunnudaginn 11. nóvember 2007. Aðalkynnar kvöldsins voru Þorsteinn Guðmundsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Þær breytingar urðu á verðlaunaflokkum að flokknum „Leikari/leikkona í aðalhlutverki“ var skipt í tvennt og þrír tilnefndir í hvorum flokknum „leikari í aðalhlutverki“ og „leikkona í aðalhlutverki“. Fyrir sjónvarpsefni var flokknum „sjónvarpsþáttur ársins“ skipt í „frétta- og/eða viðtalsþáttur“ ársins annars vegar og „menningar- og/eða lífstílsþáttur ársins“ sem ásamt flokknum „skemmtiþáttur ársins“ gera þrjá flokka fyrir sjónvarpsþætti í stað tveggja áður. Flokkurinn „myndataka og klipping“ sem hafði verið með árið 2005 var aftur tekinn upp. Alls voru því veitt verðlaun í sextán flokkum, auk heiðursverðlauna ÍKSA.
Sigurmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Foreldrar eftir Ragnar Bragason með sex verðlaun. Tvær myndir með tilvísun í Breiðavíkurmálið voru tilnefndar þetta árið, heimildarmyndin Syndir feðranna og kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Veðramót. Tveir sjónvarpsþættir fengu verðlaun sem besti frétta-/viðtalsþáttur ársins; Kompás á Stöð 2 og Út og suður á RÚV. Egill Helgason var bæði valinn sjónvarpsmaður ársins og bókmenntaþáttur hans, Kiljan, var valinn menningar-/lífstílsþáttur ársins.
Tilnefningar og handhafar Edduverðlauna 2007
[breyta | breyta frumkóða]Handhafar Edduverðlaunanna í hverjum flokki eru feitletraðir og gulllitaðir.
Titill | Leikstjóri |
---|---|
Foreldrar | Ragnar Bragason |
Vandræðamaðurinn | Jens Lien |
Veðramót | Guðný Halldórsdóttir |
Sjónvarpsefni | Sjónvarpsstöð |
---|---|
Næturvaktin | Stöð 2 |
Sigtið án Frímanns Gunnarssonar | SkjárEinn |
Stelpurnar | Stöð 2 |
Stuttmynd | Leikstjóri |
---|---|
Bræðrabylta | Grímur Hákonarson |
Skröltormar | Hafsteinn G. Sigurðsson |
Anna | Helena Stefánsdóttir |
Leikstjóri | Kvikmynd |
---|---|
Guðný Halldórsdóttir | Veðramót |
Gunnar B. Guðmundsson | Astrópía |
Ragnar Bragason | Foreldrar |
Handritshöfundur | Kvikmynd/Þáttur |
---|---|
Guðný Halldórsdóttir | Veðramót |
Ragnar Bragason, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson og Vesturport | Foreldrar |
Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason | Næturvaktin |
Leikkona | Kvikmynd |
---|---|
Hera Hilmarsdóttir | Veðramót |
Nanna Kristín Magnúsdóttir | Foreldrar |
Tinna Hrafnsdóttir | Veðramót |
Leikari | Kvikmynd/Þáttur |
---|---|
Gunnar Hansson | Sigtið án Frímanns Gunnarssonar |
Ingvar E. Sigurðsson | Foreldrar |
Pétur Jóhann Sigfússon | Næturvaktin |
Leikkona | Kvikmynd |
---|---|
Björn Ingi Hilmarsson | Bræðrabylta |
Gunnur Martinsdóttir Schlüter | Veðramót |
Jörundur Ragnarsson | Veðramót |
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir | Köld slóð |
Þorsteinn Bachmann | Veðramót |
Heimildamynd | Leikstjóri |
---|---|
Heima | Dean DeBlois |
Lifandi í Limbó | Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina Naccache og Erica Marcus |
Syndir feðranna | Ari Alexander Ergis Magnússon og Bergsteinn Björgúlfsson |
Sjónvarpsþáttur | Sjónvarpsstöð |
---|---|
Kompás | Stöð 2 |
Út og suður | RÚV |
Willtir Westfirðir | RÚV |
Sjónvarpsþáttur | Sjónvarpsstöð |
---|---|
07/08 Bíó Leikhús | RÚV |
Kiljan | RÚV |
Tíu fingur | RÚV |
Skemmtiþáttur | Sjónvarpsstöð |
---|---|
Gettu betur | RÚV |
Tekinn 2 | Stöð 2 |
Útsvar | RÚV |
Nafn | Sjónvarpsstöð |
---|---|
Edda Andrésdóttir | Stöð 2 |
Egill Helgason | RÚV |
Jóhannes Kr. Kristjánsson | Stöð 2 |
Þóra Arnórsdóttir | RÚV |
Þorsteinn J. Vilhjálmsson | RÚV |
Handhafi | Kvikmynd |
---|---|
Bergsteinn Björgúlfsson fyrir myndatöku í | Foreldrum |
G. Magni Ágústsson fyrir myndatöku í | Heima |
Víðir Sigurðsson fyrir myndatöku í | Kaldri slóð |
Handhafi | Kvikmynd |
---|---|
Birgir Jón Birgisson og Ken Thomas fyrir hljóðvinnslu í | Heima |
Gunnar Árnason fyrir hljóðvinnslu í | Kaldri slóð |
Pétur Einarsson fyrir hljóðvinnslu í | Veðramótum |
Handhafi | Kvikmynd |
---|---|
Árni Páll Jóhannsson fyrir leikmynd í | Kaldri slóð |
Rebekka Ingimundardóttir fyrir búninga í | Veðramótum |
Tonie Zetterström fyrir leikmynd í | Veðramótum |
Nafn |
---|
Árni Páll Jóhannsson leikmyndahönnuður |
Kvikmynd | Leikstjóri |
---|---|
Mýrin | Baltasar Kormákur |
Köld slóð | Björn Br. Björnsson |
Foreldrar | Ragnar Bragason |
Astrópía | Gunnar B. Gudmundsson |
Veðramót | Guðný Halldórsdóttir |