Markús Örn Antonsson
Útlit
Markús Örn Antonsson (fæddur 25. maí 1943) var forstöðumaður Þjóðmenningarhússins og borgarstjóri í Reykjavík.
Markús útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1965. Hann var fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu á fyrstu árum þess, 1966-1970.
Markús Örn var borgarfulltrúi í Reykjavík 1970-1985 og forseti borgarstjórnar 1983-1985. Hann var borgarstjóri í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 16. júlí 1991 til 17. mars 1994.
Markús Örn gegndi tvívegis embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins; árin 1985-1991 og 1998-2005.
Hann var sendiherra Íslands í Kanada 2005-2008 og tók við embætti forstöðumanns Þjóðmenningarhússins 1. september 2008.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirrennari: Davíð Oddsson |
|
Eftirmaður: Árni Sigfússon | |||
Fyrirrennari: Pétur Guðfinnsson (settur) |
|
Eftirmaður: Páll Magnússon | |||
Fyrirrennari: Andrés Björnsson |
|
Eftirmaður: Heimir Steinsson |