Georg Bjarnfreðarson
Útlit
Georg Bjarnfreðarson (leikinn af Jóni Gnarr) er aðalpersónan í Vaktaseríunum og myndinni Bjarnfreðarson. Georg kom fyrst fram í Næturvaktinni árið 2007 en síðan í Dagvaktinni 2008, Fangavaktinni 2009 og að lokum í myndinni Bjarnfreðarson sem kom út á annan í jólum 2009. Í þáttunum er Georg með fimm háskólagráður, þar á meðal í sálfræði, félagsfræði, uppeldisfræði, stjórnmálafræði og kennsluréttindi. Hann kemur að jafnaði illa fram við fólk, þá sérstaklega samstarfsmenn sína en einnig við son sinn Flemming Geir. Jón Gnarr hefur sagt að persónan Georg sé að miklu leyti byggð á nokkrum leiðinlegum einstaklingum sem hann þekkir.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Pálsson, Stefán Árni (4. september 2024). „Táraðist úr hlátri þegar hann lýsti hvernig Georg Bjarnfreðarson varð til - Vísir“. visir.is. Sótt 11. júní 2024.