Lesblinda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lesblinda (lestrarörðugleikar áður kölluð torlæsi[1], alþjóðaheitið er dyslexía) er erfiðleikar með rituð orð,[2] bæði í lestri og stafsetningu.

Það eru til yfir 200 tegundir lesblindu, orsakir lesblindu eru því jafn margar. Orsök lesblindu getur til dæmis verið veikleiki af taugafræðilegum toga[3]eða frávik í afmarkaðri heilastarfsemi. Ónefndar rannsóknir gefa vísbendingu um að þegar lesblindir vinna úr upplýsingum nota þeir annan hluta heilans en þeir sem eru ekki lesblindir[4].

Lesblinda tengist ekki greind og er ekki sjúkdómur,[5] hún lýsir sér sem erfiðleikar við lestur, einnig geta aðrir erfileikar fylgt eins og erfiðleikar við stafsetningu, stærðfræði o.fl.

Lesblinda er skilgreind sem sértækar þroskaraskanir sem tengst lestri. Í íslenskri þýðingu ICD-10 flokkunarkerfisins, sem gefið er út af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) eru sértækar þroskaraskanir á námshæfni skilgreindar sem „Sértækar þroskaraskanir á námshæfni geta tengst grunngreinum námsins, lestri, skrift, stafsetningu og stærðfræði“[6].

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Einkenni lesblindu eru misjöfn eftir einstaklingum og aldri. Hér að neðan eru nefnd nokkur algeng einkenni. Þau eiga ekki við um alla lesblinda einstaklinga og sumir geta haft einkenni sem ekki eru nefnd hér.[7][8][9][10]

Lestur

 • sundurslitinn og hikandi raddlestur þegar lesið er upphátt
 • orð, orðahlutar eða jafnvel setningar eru endurtekin eða farið fram hjá þeim
 • orð lesin vitlaust
 • hægur lestur
 • slakur lesskilningur og lesminni
 • einbeitir sér of mikið eða of lítið á smáatriði
 • á erfitt með að gera útdrátt úr löngum textum
 • reynir að forðast lestur, sérstaklega það að lesa upphátt
 • oft geta hljóðbækur nýst lesblindum einstaklingum t.d. við nám. Hljóðbókasafn Íslands[11] á mikið safn hljóðbóka og er opið fyrir alla lesblinda einstaklinga sem fengið hafa greiningu.
 • Karl og Dóra eru nýir íslenskir talgervlar sem allir sem greindir hafa verið lesblindir eiga rétt á að fá úthlutað. Blindrafélagið sér um dreifingu þeirra. nánar á www.blind.is

Stafsetning

 • óvenjuslæm stafsetning og sömu villur endurteknar oft eða sama orðið jafnvel skrifað á mismunandi hátt í sama texta.
 • sleppir orðum eða orðahlutum
 • forðast að skrifa

Önnur möguleg einkenni

 • getur haft nokkuð takmarkaðan orðaforða
 • getur átt erfitt með að læra erlend tungumál
 • á erfitt með að muna nöfn
 • á erfitt með að skipuleggja sig
 • á erfitt með að greina á milli hægri og vinstri
 • á erfitt með að læra stærðfræði

Ýmis félög og samtök hafa látið sig málefnið varða[breyta | breyta frumkóða]

Íslenska dyslexíufélagið[breyta | breyta frumkóða]

Íslenska dyslexíufélagið var stofnað 1994[12]. Stofnendur þess voru nokkrir háskólastúdentar og voru félagar í kringum 250 (félagið starfar ekki lengur). Markmið félagsins var að bæta stöðu fólks með lestregðu og koma í veg fyrir að lestregða verði einstaklingnum að fötlun. Félagið vann að því að ná markmiðum sínum með því að auka þekkingu og skilning á lestregðu; með því að fá bætta námsaðstoð nemenda með lestregðu; með því að veita einstaklingum með lestregðu aðstoð og félagslegan stuðning til að ná tökum á lestri og ritun; aðstoða og leiðbeina foreldrum barna með lestregðu; vinna að því að ávallt séu til í samfélaginu nægjanlega margir leiðbeinendur til að aðstoða þá sem lestregða tefur í námi. Félagið var opið öllum og var hægt að velja um að gerast almennur félagi eða stuðningsfélagi.[13]

Félag lesblindra á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Félag lesblindra stofnað 2003[14] er félag sem mun vinna markvíst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu á Íslandi.[15]

Betra nám - Upplýsingar og ráðgjöf um lesblindu, athyglisbrest og tengda námsörðugleika[breyta | breyta frumkóða]

Betra nám tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar frá árinu 2004 og heldur úti öflugum upplýsingavef um lesblindu og Davis aðferðafræðina [16].

Skyn, félag nemenda með sértæka námsörðuleika[breyta | breyta frumkóða]

Stofnað árið 2007[17] af nemendum fyrir nemendur, beitir sér fyrir málefnum sem koma upp innan háskólasamfélagsins og málefnum sem hafa áhrif á það[18]

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Íðorðapistlar 1-130-065-Dyslexia um hugtakið dyslexia“. 1995.
 2. Steinunn Torfadóttir. „Lesblinda - dyslexía“. Lesvefurinn. Sótt 8. apríl 2014.
 3. „Lokaverkefni Bjarndísar Jónsdóttur og Svövu Ásgeirsdóttur“.
 4. „The Dyslexia Guide“.
 5. Vísindavefurinn:Hvað er lesblinda? Er hægt að lækna hana?
 6. „JHG - greining“.
 7. Jónas G. Halldórsson. „SÉRTÆKIR NÁMSÖRÐUGLEIKAR Í LESTRI, STAFSETNINGU, SKRIFT OG STÆRÐFRÆÐI: NOKKUR ÁHERSLUATRIÐI“.
 8. „Háskóli Íslands - Námsráðgjöf - Dyslexía/lesblinda“.
 9. „Lesblinda og hraðlestur“.
 10. „Davis Dyslexia Methods in Iceland“.
 11. „Hljóðbókasafn Íslands“.
 12. „Nánar um félag [Íslenska dyslexíufélagið á vef Ríkisskattstjóra“.
 13. Ólafur Finnbogason. „Íslenska dyslexíufélagið“.
 14. „Nánar um félag [Félag lesblindra á Íslandi á vef Ríkisskattsjóra“.
 15. „fli.is - Heim“.
 16. „Upplýsingavefur Betra náms“.
 17. „Nánar um félag [Skyn, félag nemenda með sértæka námsörðuleika á vef Ríkisskattstjóra“.
 18. „SHÍ - Stúdentaráð Háskóla Íslands [um Skyn, félag nemenda með sértæka námsörðuleika]“.