Samtökin 78

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Samtökin '78 - Félag hinsegin fólks á Íslandi eru baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin '78 voru stofnuð þann 9.maí árið 1978 í Reykjavík. Hörður Torfason var meginaflið bakvið stofnun félagsins en hann boðaði sjálfur stofnfundinn í maí 1978. Að honum meðtöldum sátu alls 12 karlmenn stofnfund félagsins þ.á m. Heimir Guðmundsson, Þórhallur Tryggvason og Guðni Baldursson.[1] Sá síðarnefndi var kjörinn fyrsti formaður Samtakanna '78 á fundinum og gegndi hann því embætti á árunum 1978-1986.[2]

Aðildarfélög[breyta | breyta frumkóða]

Mörg önnur hinsegin félagasamtök eiga aðild að Samtökunum '78 og má þess vegna kalla félagið regnhlífarsamtök fyrir önnur félagasamtök sem tengjast hinsegin baráttu, menningu og starfi. Aðildarfélögin eru 10 talsins og eru þau öll sjálfstætt starfandi.[3]

 • BDSM á Íslandi
 • FAS - Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra
 • FAS-N - Norðurlandsdeild Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra
 • HIN - Hinsegin Norðurland
 • Hinsegin Dagar
 • Hinsegin Kórinn
 • Intersex Ísland
 • Íþróttafélagið Styrmir
 • Q - Félag hinsegin stúdenta
 • Trans - Ísland

Þjónusta og innra starf[breyta | breyta frumkóða]

Fræðsla[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin '78 bjóða upp á jafningjafræðslu í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar og ungmennahús. Hinsegin fólk á aldrinum 15-25 ára fer með fræðsluna og er lögð áhersla á það að fræðslan fari fram á jafningjagrundvelli. Í fræðslunni er farið stuttlega yfir kynjakerfið, staðalmyndir hinsegin fólks, hinsegin hugtök, hinsegin kenningar og hinsegin samfélagið á Íslandi.

Félagið býður einnig upp á fræðslu fyrir opinbera starfsmenn, fyrirtæki, félagasamtök og aðra sem óska eftir henni. Aðstæður ráða því hvort það eru jafningjafræðarar eða eldri félagar Samtakanna (t.d. stjórnarmeðlimir eða starfsmenn) sem fara með þær fræðslur. Innihaldsefni fræðslanna er einnig lagað að aðstæðum og óskum þeirra sem eru að fá fræðsluna í hvert sinn.

Ráðgjöf[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin '78 bjóða upp á ókeypis ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og aðstandendur þess. Ráðgjafar félagsins eru allir fagmenntaðir og bjóða þeir m.a. upp á félagsráðgjöf, sálfræðiráðgjöf og lögfræðiráðgjöf.[4]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

 • Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. „Þrjátíu Ára Stríðið“. Afmælisrit Samtakanna '78. Samtökin '78, 2008: 26-27. .
 • https://gayiceland.is/2017/gudni-baldursson-memoriam/
 • https://www.samtokin78.is/um-felagid/starfshopar
 • https://www.samtokin78.is/tjonusta/radgjof