Athyglisbrestur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Athyglisbrestur með ofvirkni (alþjóðleg skammstöfun: ADHD) er taugasjúkdómur sem veldur einbeitingarskorti og oftast ofvirkni. Venjulega kemur athyglisbrestur fyrst fram í bernsku en um 60% barna sem greinast með athyglisbrest halda einkennum fram á fullorðinsaldur. Um 5% jarðarbúa glíma við athyglisbrest.

ADHD er alþjóðleg skammstöfun sem merkir athyglisbrestur með ofvirkni. Einnig er til athyglisbrestur án ofvirkni, alþjóðleg skammstöfun hans er ADD. Lesblinda og athyglisbrestur eiga sér í sumum tilvikum orsakasamband og greiningar á lesblindu eru oft rökstuddar á þeim grundvelli að vegna athyglisbrests hafi einkenni lesblindu gert vart við sig.[1]

Oft geta hljóðbækur hjálpað einstaklingum með ADHD eða ADD við nám. Hljóðbókasafn Íslands[2] veitir þeim sem hafa greiningar á athyglisbresti eða athyglisbresti með ofvirkni aðgang að hljóðbókum.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fréttabréf Skyn 2008
  2. „Hljóðbókasafn Íslands“,

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.