Sigurjón Kjartansson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurjón Kjartansson (fæddar 20. september 1968) er tónlistarmaður, útvarpsmaður, gamanleikari og handritshöfundur. Sigurjón er í íslenska rokkbandinu HAM en í þeirri hljómsveit leikur hann á gítar og syngur. Hann var einn af höfuðpaurunum í Fóstbræðrum og Svínasúpunni og var annar stjórnandi útvarpsþáttarins Tvíhöfða ásamt Jóni Gnarr.

Í byrjun árs 2023 vakti mikla athygli þegar að leikstjóri áramótaskaupsins 2022, Dóra Jóhannsdóttir lýsti yfir því að erfitt hafi verið að vinna með Sigurjóni sem að var framleiðandi, og að hann hafi meðal annars ekki sagt leikstjóra mikilvægar upplýsingar um fjármagn skaupsins. Einnig var stórt ágreiningsmál sem að snerist um upptökur á atriði á Selfossi. [heimild vantar]

Handritshöfundarferill[breyta | breyta frumkóða]

Ár Þáttur Athugasemdir
1993 Limbó Einnig leikari

2 þættir

1997–2001 Fóstbræður Einnig leikari og leikstjóri

40 þættir

1993–1996 Tvíhöfði Einnig leikari
2003–2004 Svínasúpan Einnig leikari

16 þættir

2004 TV-íhöfði Einnig leikari

12 þættir

2005–2008 Stelpurnar Einnig leikari – í 1. þætti

60 þættir

2008 Svartir englar 3 þættir
2010 Sannleikurinn
2009–2010 Réttur 12 þættir
2010 Hlemmavídeó Einnig leikari - 1 þáttur

12 þættir

2007–2012 Pressa 18 þættir
2009–2013 Ástríður 22 þættir
2015 Case 9 þættir
2016 Áramótaskaup 2016 Einnig leikari
2015–2021 Ófærð 3 seríur
2021 Katla 8 þættir
2022 Áramótaskaup 2022 Einnig leikari

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd Hlutverk
1992 Sódóma Reykjavík Orri
2015 Fúsi Mörður

Tengill[breyta | breyta frumkóða]