Karlsverðlaunin

Karlsverðlaunin (þýska: Der Karlspreis) er friðarverðlaun sem veitt eru árlega í þýsku borginni Aachen. Karlsverðlaunin eru friðarverðlaun sem veitt eru fólki sem skarað hefur framúr í þágu friðar í Evrópu. Stofnað var til verðlaunanna í keisaraborginni Aachen í Þýskalandi 1950 og heita þau eftir Karlamagnúsi, en Aachen var keisarasetur hans.
Veiting verðlaunanna
[breyta | breyta frumkóða]Verðlaunin eru veitt á uppstigningardegi ár hvert og er ekki endilega tengd einum einstaklingi, heldur getur hópur manna eða jafnvel dauðir hlutir hlotið verðlaunin. Verðlaunaafhendingin fer fram í krýningarsal ráðhússins og er það borgarstjórinn í Aachen sem þau veitir. Verðlaunin hafa ekki verið veitt hvert ár. Þannig voru þau ekki veitt 1956, 1962, 1965, 1968, 1971, 1974, 1975, 1980, 1983, 1985 og 2021. Árin 1988 og 2004 hlutu tveir aðilar verðlaunin.
Verðlaunahafar
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Karlspreis“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2010.