Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bill Clinton tekur við Karlsverðlaununum árið 2000
Karlsverðlaunin (þýska : Der Karlspreis ) er friðarverðlaun sem veitt eru árlega í þýsku borginni Aachen . Karlsverðlaunin eru friðarverðlaun sem veitt eru fólki sem skarað hefur framúr í þágu friðar í Evrópu . Stofnað var til verðlaunanna í keisaraborginni Aachen í Þýskalandi 1950 og heita þau eftir Karlamagnúsi , en Aachen var keisarasetur hans.
Verðlaunin eru veitt á uppstigningardegi ár hvert og er ekki endilega tengd einum einstaklingi, heldur getur hópur manna eða jafnvel dauðir hlutir hlotið verðlaunin. Verðlaunaafhendingin fer fram í krýningarsal ráðhússins og er það borgarstjórinn í Aachen sem þau veitir. Verðlaunin hafa ekki verið veitt hvert ár. Þannig voru þau ekki veitt 1956 , 1962 , 1965 , 1968 , 1971 , 1974 , 1975 , 1980 , 1983 , 1985 og 2021 . Árin 1988 og 2004 hlutu tveir aðilar verðlaunin.
Ár
Verðlaunahafi
Ath.
1950
Richard Nikolaus Coudenhove-Kalergi
Austurrískur stjórnmálamaður, einn af stofnendum ES
1951
Hendrik Brugmans
Hollenskur stjórnmálamaður, einn af stofnendum ES
1952
Alcide de Gasperi
Ítalskur stjórnmálamaður, einn af stofnendum ES
1953
Jean Monnet
Franskur framkvæmdamaður, einn af stofnendum ES
1954
Konrad Adenauer
Kanslari Vestur-Þýskalands
1955
Winston Churchill
Fyrrum forsætisráðherra Bretlands
1957
Paul-Henri Spaak
Belgískur stjórnmálamaður
1958
Robert Schuman
Forsætisráðherra Frakklands
1959
George C. Marshall
Bandarískur stjórnmálamaður, framkvæmdaraðili Marshalláætlunarinnar
1960
Joseph Bech
Stjórnmálamaður frá Lúxemborg , einn af stofnendum ES
1961
Walter Hallstein
Þýskur stjórnmálamaður
1963
Edward Heath
Forsætisráðherra Bretlands
1964
Antonio Segni
Ítalskur stjórnmálamaður
1966
Jens Otto Krag
Danskur stjórnmálamaður
1967
Joseph Luns
Utanríkisráðherra Hollands
1969
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
1970
François Seydoux de Clausonne
Franskur diplómati
1972
Roy Jenkins
Breskur stjórnmálamaður
1973
Salvador de Madariaga
Spænskur diplómati
1976
Leo Tindemans
Forsætisráðherra Hollands
1977
Walter Scheel
Forseti Vestur-Þýskalands
1978
Konstantinos Karamanlis
Forsætisráðherra Grikklands
1979
Emilio Colombo
Ítalskur stjórnmálamaður, forseti Evrópuþingsins
1981
Simone Veil
Frönsk stjórnmálakona
1982
Jóhann Karl
Spánarkonungur
1984
Karl Carstens
Forseti Vestur-Þýskalands
1986
Íbúar Lúxemborgar
1987
Henry Kissinger
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
1988
François Mitterrand
Forseti Frakklands
1988
Helmut Kohl
Kanslari Þýskalands
1989
Bróðir Roger
Munkur og stofnandi nýrrar reglu
1990
Gyula Horn
Forsætisráðherra Ungverjalands
1991
Václav Havel
Forseti Tékklands
1992
Jacques Delors
Stjórnmálamaður ES
1993
Felipe González
Forsætisráðherra Spánar
1994
Gro Harlem Brundtland
Forsætisráðherra Noregs
1995
Franz Vranitzky
Kanslari Austurríkis
1996
Beatrix
Drottning Hollands
1997
Roman Herzog
Forseti Þýskalands
1998
Bronisław Geremek
Utanríkisráðherra Póllands
1999
Tony Blair
Forsætisráðherra Bretlands
2000
Bill Clinton
Forseti Bandaríkjanna
2001
György Konrád
Ungverskur rithöfundur
2002
Evran
Gjaldmiðill ES
2003
Valéry Giscard d’Estaing
Fyrrum forseti Frakklands
2004
Jóhannes Páll II
Páfi
2004
Pat Cox
Írskur stjórnmálamaður ES
2005
Carlo Azeglio Ciampi
Forseti Ítalíu
2006
Jean-Claude Juncker
Forsætisráðherra Lúxemborgar
2007
Javier Solana
Fyrrum aðalritari NATO og stjórnmálamaður ES
2008
Angela Merkel
Kanslari Þýskalands
2009
Andrea Riccardi
Ítalskur guðfræðingur
2010
Donald Tusk
Forsætisráðherra Póllands
2011
Jean-Claude Trichet
Stjórnarformaður Seðlabanka Evrópu
2012
Wolfgang Schäuble
Fjármálaráðherra Þýskalands
2013
Dalia Grybauskaitė
Forseti Litháen
2014
Herman Van Rompuy
Forseti evrópska ráðsins
2015
Martin Schulz
Forseti Evrópuþingsins
2016
Frans
Páfi
2017
Timothy Garton Ash
Breskur sagnfræðingur
2018
Emmanuel Macron
Forseti Frakklands
2019
António Guterres
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
2020
Klaus Werner Iohannis
Forseti Rúmeníu
2022
Svjatlana Tsíkhanoúskaja , María Kalesníkava , Veraníka Tsepkalo
Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi
2023
Volodymyr Zelenskyj
Forseti Úkraínu , og úkraínsku þjóðarinnar
2024
Pinchas Goldschmidt og samfélag Gyðinga í Evrópu
2025
Ursula von der Leyen
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Fyrirmynd greinarinnar var „Karlspreis “ á þýsku útgáfu Wikipedia . Sótt apríl 2010.