Henry Campbell-Bannerman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sir Henry Campbell-Bannerman
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
5. desember 1905 – 5. apríl 1908
ÞjóðhöfðingiJátvarður 7.
ForveriArthur Balfour
EftirmaðurH. H. Asquith
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. september 1836
Kelvinside House, Glasgow, Skotlandi
Látinn22. apríl 1908 (71 árs) Downingstræti 10, London, Englandi
StjórnmálaflokkurFrjálslyndi flokkurinn
MakiCharlotte Bruce (g. 1860; látin 1906)
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Sir Henry Campbell-Bannerman (7. september 1836 – 22. apríl 1908), oft kallaður CB, var breskur stjórnmálamaður úr röðum Frjálslynda flokksins sem var forsætisráðherra Bretlands frá 1905 til 1908 og formaður Frjálslynda flokksins frá 1899 til 1908. Hann var einnig stríðsmálaráðherra tvisvar, í ríkisstjórnum Gladstone og Rosebery. Hann var fyrsti lávarður fjárhirslunnar sem bar opinberlega titilinn forsætisráðherra, en það hugtak varð ekki formlegt nafn embættisins fyrr en fimm dögum eftir að hann tók við því. Hann er eini maðurinn sem hefur í senn verið forsætisráðherra og aldursforseti breska þingsins.

Campbell-Bannerman var ötull stuðningsmaður verslanafrelsis, írskrar heimastjórnar og bætingu á samfélagsaðstæðum. Hann hefur verið kallaður „fyrsti og eini róttæki forsætisráðherra Bretlands“.[1] Eftir tap í þingkosningum árið 1900 gerðist Campbell-Bannerman formaður Frjálslynda flokksins og leiddi hann til stórsigurs árið 1906. Þetta var í síðasta sinn sem Frjálslyndi flokkurinn vann meirihluta á neðri deild breska þingsins. Ríkisstjórn hans setti lög sem gáfu stéttarfélögum friðhelgi gegn skemmdum sem unnar voru í verkföllum, innleiddi ókeypis máltíðir fyrir öll skólabörn og gaf staðaryfirvöldum leyfi til að kaupa landbúnaðarjarðeignir frá leigjendum. Campbell-Bannerman sagði af sér sem forsætisráðherra þann 3. apríl 1908 af heilsufarsástæðum og fjármálaráðherra hans, H. H. Asquith, tók við embættinu. Hann lést aðeins nítján dögum síðar.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. A. J. A. Morris, 'Sir Henry Campbell-Bannerman (1836–1908)', Oxford Dictionary of National Biography, Oxford University Press, Sept 2004; online edn, Jan 2008, accessed 29 March 2009.
  2. „HH Asquith (1852–1928)“.


Fyrirrennari:
Arthur Balfour
Forsætisráðherra Bretlands
(1905 – 1908)
Eftirmaður:
H. H. Asquith