Fara í innihald

Claude Simon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Claude Simon

Claude Simon (10. október 19136. júlí 2005) var franskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1985.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Claude Simon fæddist á Madagaskar árið 1913. Faðir hans var yfirmaður í franska hernum og féll í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann lagðist ungur í ferðalög um Evrópu þvera og endilanga og sér þess víða stað í verkum hans. Hann barðist í seinni heimsstyrjöldinni fyrir land sitt, varð stríðsfangi Þjóðverja en tókst að flýja og gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna. Meðan á styrjöldinni stóð hófst hann handa við að skrifa sína fyrstu skáldsögu sem kom út að stríði loknu.

Margar af bókum Simon byggja á persónulegri reynslu hans, bæði í heimsstyrjöldinni og í spænsku borgarastyrjöldinni. Verk hans hafa verið skilgreind sem nýrómantík en þar má einnig finna áhrif frá samtíðarmönnum hans á borð við Marcel Proust og William Faulkner. Til dæmis má víða finna í verkum hans langar, óslitnar setningar sem teygja sig í frjálsu flæði jafnvel í margar blaðsíður.

Claude Simon var margoft orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum allt frá sjöunda áratugnum. Þau komu loks í hlut hans árið 1985.