Rudolf Eucken

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rudolf Christoph Eucken)
Jump to navigation Jump to search
Rudolf Eucken

Rudolf Eucken (5. janúar 184615. september 1926) var þýskur heimspekingur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1908.

Eucken fæddist og ólst upp í Neðra-Saxlandi hjá einstæðri móður. Hann hóf nám í heimsspeki og lagði sérstaklega fyrir sig siðfræði og guðfræðilega heimspeki. Hann kenndi við menntastofnanir víða um Þýskaland, var um tíma við Harvard í Bandaríkjunum en hlaut að lokum prófessorsstöðu við Háskólann í Jena.

Skrif Eucken um heimspeki kristinnar trúar vöktu mikla athygli og var hann sagður hafa komið guðfræðilegri heimspeki til bjargar á tímum þar sem ýmsir menntamenn sóttu hart að trúarbrögðum.

Rudolf Eucken lést árið 1926. Hann átti þrjú börn, þar á meðal soninn Walter Eucken sem varð kunnur hagfræðingur og einn af hugmyndafræðingunum á bak við þýska efnahagsundrið á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina.